Alvarlegt ástand í Afríku: „Sökin er alfarið ríku landanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 21:44 Smituðum hjálpað við sjúkrahús í Suður-Afríku. AP/Nardus Engelbrecht Ástandið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar versnar sífellt í Afríku en í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum um 43 prósent í heimsálfunni. Heilbrigðiskerfi margra ríkja eru að þrotum komin en ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á. Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira