Óléttri konu með smábarn vísað úr landi Snorri Másson skrifar 19. júlí 2021 19:25 Ghafran Ninal, Ahmad Flahan og Elen Flahan, dóttir þeirra, verða send úr landi á næstunni, komi ekki til þess að réttaráhrifum úrskurðar í þeirra máli verði frestað. Ef þau mættu ráða mundu þau þó ala hér allan sinn aldur. Stöð 2 Sýrlensk fjölskylda segir að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun tilkynnti þeim í síðustu viku um að umsókn þeirra um hæli verði ekki tekin til meðferðar. Hjónin óttast um framtíð tveggja ára dóttur sinnar og ófædds barns sem konan ber undir belti. Ahmad og Ghafran Ninal flúðu undan lífshættulegu stríðsástandi í Sýrlandi fyrir um þremur árum og fengu hæli í Grikklandi. Aðstæður þeirra þar fóru með árunum síversnandi og flóttamannabúðirnar urðu sífellt yfirfyllri. Síðan má segja að Covid-19 hafi sett líf fjölskyldunnar endanlega úr skorðum; þau lentu allslaus á götunni með rúmlega eins árs dóttur sína Elen, sem þeim tókst ekki að útvega fæði, hvað þá eðlilegar bólusetningar fyrir börn. Þá leituðu þau til Íslands, sem er eins og paradís fyrir þeim, segja þau. „Þau voru svo hjálpsöm og færðu okkur á hótel. Ég er frá Sýrlandi og ég sá ekki svoleiðis í heimalandi mínu Sýrlandi,“ segir Ahmad um komuna til landsins. Ghafran vill ala bæði dóttur sína og ófætt barn upp hér á landi. „Við viljum að barnið okkar alist upp hér á Íslandi af því að hér á Íslandi er öryggi og í Grikklandi var þetta ekki þannig. Það var ekki öruggt að vera, meðal annars vegna fíkniefnaneytenda og -seljenda,“ segir hún. Vilja taka þátt í íslensku samfélagi Ekkert er fjarri hjónunum en að vera byrði á íslensku samfélagi - þau vilja taka til starfa og stofna hér til öruggs lífs með börnum sínum. „Okkur langar að vera íslenskir ríkisborgarar, ekki bara búsett á Íslandi,“ segir Ahmad, sem var í heimalandi sínu málari og markvörður í knattspyrnuliði. „Við viljum gjarnan læra tungumálið, vinna hérna og vera hluti af íslensku samfélagi,” segir Ghafran, sem er þegar farin að skilja nokkra íslensku og er sérlega duglegur nemandi að sögn kennara hennar í tungumálaskólanum. Ghafran heldur áfram: „Við erum komin hingað til Íslands til að vera hérna alla ævi. Okkur langar að lifa á Íslandi og deyja á Íslandi.” Örbirgð í Grikklandi eða enn verri örlög í stríðshrjáðu heimalandi Ahmad óttast að ef þau fari til Grikklands geti farið svo að lokum að þau hrekjist aftur til Sýrlands. Þótt stríðsátök þar séu minni núna en áður segir Ahmad að endi þau aftur í Sýrlandi sé líf þeirra svo gott sem búið. Fjölskyldan óttast mjög að koma aftur til Grikklands.Stöð 2 „Ef við snúum til baka getum við ekki lifað. Við þurfum að vera á götunni, það er enginn matur til að borða og við erum án sjúkratrygginga. Það gæti líka gerst að frá Grikklandi verði okkur vísað á endanum til Sýrlands,“ segir Ahmad. Hann er í samskiptum við fólkið sitt í Sýrlandi í gegnum Facebook. Af þeim samskiptum er ljóst hver staðan er. „Það er enn þá stríð og yfirvöld eru að gera árásir á ákveðin svæði daglega. Það er enn þá stríð í gangi,“ segir Ahmad. Óforsvaranlegt að senda fólk til Grikklands Þegar hefur verið óskað eftir frestun réttaráhrifa í máli fjölskyldunnar, þannig að henni vinnist tími til að greiða frekar úr sínum málum. Ef tekið er mið af eldri dæmum má þó vera ljóst að á brattann er að sækja. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Norðdahl, segir í samtali við fréttastofu að hann telji það óforsvaranlegt af hálfu stjórnvalda að meta ástandið í Grikklandi þannig að tækt sé að senda þangað fólk vegna þess að þar hafi það fengið hæli. Íslensk stjórnvöld hafa áður látið af brottvísunum til ákveðinna landa þar sem umsækjendur hafa þegar fengið vernd, en það var aðeins gert tímabundið í tilfelli Grikklands hér um árið og það var vegna Covid-19, en ekki vegna þess að þar njóti hælisleitendur oft ekki fæðu og húsnæðis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Sýrland Hælisleitendur Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. 16. júní 2021 17:27 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ahmad og Ghafran Ninal flúðu undan lífshættulegu stríðsástandi í Sýrlandi fyrir um þremur árum og fengu hæli í Grikklandi. Aðstæður þeirra þar fóru með árunum síversnandi og flóttamannabúðirnar urðu sífellt yfirfyllri. Síðan má segja að Covid-19 hafi sett líf fjölskyldunnar endanlega úr skorðum; þau lentu allslaus á götunni með rúmlega eins árs dóttur sína Elen, sem þeim tókst ekki að útvega fæði, hvað þá eðlilegar bólusetningar fyrir börn. Þá leituðu þau til Íslands, sem er eins og paradís fyrir þeim, segja þau. „Þau voru svo hjálpsöm og færðu okkur á hótel. Ég er frá Sýrlandi og ég sá ekki svoleiðis í heimalandi mínu Sýrlandi,“ segir Ahmad um komuna til landsins. Ghafran vill ala bæði dóttur sína og ófætt barn upp hér á landi. „Við viljum að barnið okkar alist upp hér á Íslandi af því að hér á Íslandi er öryggi og í Grikklandi var þetta ekki þannig. Það var ekki öruggt að vera, meðal annars vegna fíkniefnaneytenda og -seljenda,“ segir hún. Vilja taka þátt í íslensku samfélagi Ekkert er fjarri hjónunum en að vera byrði á íslensku samfélagi - þau vilja taka til starfa og stofna hér til öruggs lífs með börnum sínum. „Okkur langar að vera íslenskir ríkisborgarar, ekki bara búsett á Íslandi,“ segir Ahmad, sem var í heimalandi sínu málari og markvörður í knattspyrnuliði. „Við viljum gjarnan læra tungumálið, vinna hérna og vera hluti af íslensku samfélagi,” segir Ghafran, sem er þegar farin að skilja nokkra íslensku og er sérlega duglegur nemandi að sögn kennara hennar í tungumálaskólanum. Ghafran heldur áfram: „Við erum komin hingað til Íslands til að vera hérna alla ævi. Okkur langar að lifa á Íslandi og deyja á Íslandi.” Örbirgð í Grikklandi eða enn verri örlög í stríðshrjáðu heimalandi Ahmad óttast að ef þau fari til Grikklands geti farið svo að lokum að þau hrekjist aftur til Sýrlands. Þótt stríðsátök þar séu minni núna en áður segir Ahmad að endi þau aftur í Sýrlandi sé líf þeirra svo gott sem búið. Fjölskyldan óttast mjög að koma aftur til Grikklands.Stöð 2 „Ef við snúum til baka getum við ekki lifað. Við þurfum að vera á götunni, það er enginn matur til að borða og við erum án sjúkratrygginga. Það gæti líka gerst að frá Grikklandi verði okkur vísað á endanum til Sýrlands,“ segir Ahmad. Hann er í samskiptum við fólkið sitt í Sýrlandi í gegnum Facebook. Af þeim samskiptum er ljóst hver staðan er. „Það er enn þá stríð og yfirvöld eru að gera árásir á ákveðin svæði daglega. Það er enn þá stríð í gangi,“ segir Ahmad. Óforsvaranlegt að senda fólk til Grikklands Þegar hefur verið óskað eftir frestun réttaráhrifa í máli fjölskyldunnar, þannig að henni vinnist tími til að greiða frekar úr sínum málum. Ef tekið er mið af eldri dæmum má þó vera ljóst að á brattann er að sækja. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Norðdahl, segir í samtali við fréttastofu að hann telji það óforsvaranlegt af hálfu stjórnvalda að meta ástandið í Grikklandi þannig að tækt sé að senda þangað fólk vegna þess að þar hafi það fengið hæli. Íslensk stjórnvöld hafa áður látið af brottvísunum til ákveðinna landa þar sem umsækjendur hafa þegar fengið vernd, en það var aðeins gert tímabundið í tilfelli Grikklands hér um árið og það var vegna Covid-19, en ekki vegna þess að þar njóti hælisleitendur oft ekki fæðu og húsnæðis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grikkland Sýrland Hælisleitendur Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. 16. júní 2021 17:27 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. 16. júní 2021 17:27
Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00