Stjórnandi opnunarhátíðarinnar rekinn fyrir grín um helförina Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 07:05 Opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á morgun. vísir/Getty Stjórnandi opnunarhátíðar Ólympíuleikanna sem hefjast á morgun í Tókýó hefur verið látinn taka pokann sinn vegna gríns um helförina. Myndefni frá tíunda áratugi síðustu aldar hefur komið í ljós þar sem stjórinn, Kentaro Kobayashi, virðist vera að segja brandara af helför nasista gegn gyðingum. Yfirmaður leikanna í Japan, Seiko Hashimoto, segir að myndefnið geri lítið úr sársaukafullum atburðum í sögunni og því hafi verið ákveðið að láta Kentaro fara. „Enginn, sama hversu skapandi, hefur rétt til að gera grín að fórnarlömbum helfararinnar,“ sagði Abraham Cooper, rabbíni og talsmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, um atvikið. Ekki sá fyrsti til að taka pokann sinn Hvert áfallið á eftir öðru dynur nú á leikunum, auglýsendur hafa dregið sig í hlé, almenningur í Japan er ósáttur og kórónusmitum í Ólympíuþorpinu fjölgar. Þá var tónskáld sem starfaði við opnunarhátíðina einnig rekið í gær eftir að í ljós kom að hann hafði lagt fatlaða samnemendur sína í skóla í einelti á sínum tíma. Fleiri tengdir leikunum hafa helst úr lestinni fyrir óviðeigandi ummæli. Í mars hætti yfirhönnuður leikanna, Hiroshi Sasaki, eftir að hann gerðist uppvís að því að gera grín að holdafari kvenkyns grínista. Hann stakk upp á því að hún kæmi fram á leikunum sem „Olympig“ eða Ólympíusvínið. Þá var Yoshiro Mori, yfirmanni skipulagsnefndar leikanna, gert að segja af sér í febrúar eftir að hann hafði uppi niðrandi ummæli um konur. Hann lét hafa eftir sér að konur tali of mikið og að fundir með konum taki of langan tíma. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Seinni heimsstyrjöldin Tjáningarfrelsi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Myndefni frá tíunda áratugi síðustu aldar hefur komið í ljós þar sem stjórinn, Kentaro Kobayashi, virðist vera að segja brandara af helför nasista gegn gyðingum. Yfirmaður leikanna í Japan, Seiko Hashimoto, segir að myndefnið geri lítið úr sársaukafullum atburðum í sögunni og því hafi verið ákveðið að láta Kentaro fara. „Enginn, sama hversu skapandi, hefur rétt til að gera grín að fórnarlömbum helfararinnar,“ sagði Abraham Cooper, rabbíni og talsmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, um atvikið. Ekki sá fyrsti til að taka pokann sinn Hvert áfallið á eftir öðru dynur nú á leikunum, auglýsendur hafa dregið sig í hlé, almenningur í Japan er ósáttur og kórónusmitum í Ólympíuþorpinu fjölgar. Þá var tónskáld sem starfaði við opnunarhátíðina einnig rekið í gær eftir að í ljós kom að hann hafði lagt fatlaða samnemendur sína í skóla í einelti á sínum tíma. Fleiri tengdir leikunum hafa helst úr lestinni fyrir óviðeigandi ummæli. Í mars hætti yfirhönnuður leikanna, Hiroshi Sasaki, eftir að hann gerðist uppvís að því að gera grín að holdafari kvenkyns grínista. Hann stakk upp á því að hún kæmi fram á leikunum sem „Olympig“ eða Ólympíusvínið. Þá var Yoshiro Mori, yfirmanni skipulagsnefndar leikanna, gert að segja af sér í febrúar eftir að hann hafði uppi niðrandi ummæli um konur. Hann lét hafa eftir sér að konur tali of mikið og að fundir með konum taki of langan tíma.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Seinni heimsstyrjöldin Tjáningarfrelsi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira