Búast megi við að 0,5 prósent fullbólusettra sem smitist þurfi á innlögn að halda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 23:30 Þórólfur Guðnason skilaði inn minnisblaðinu í gær en innihald þess kom í ljós nú í kvöld. Vísir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við því að allt að 0,5 prósent þeirra sem séu fullbólusettir og muni smitast af Covid-19 þurfi á sjúkrahúsinnlögn að halda. Um þrjátíu þúsund einstaklingar eldri en sextán ára hafa ekki verið bólusettur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær. Minnisblaðið er grundvöllur hertra sóttvarnaraðgerða sem ríkisstjórnin samþykkti fyrr í kvöld að taki gildi á miðnætti annað kvöld. Í minnisblaðinu kemur fram að 67 prósent þeirra sem hafi smitast frá því að takmörkunum var aflétt um síðustu mánaðamóti hafi verið fullbólusettir. Tveir hafi þurft á innlögn að halda, annar vegna alvarlegrar lungnasýkingar, hinn vegna ofþornunar, báðir fullbólusettir. Öll smitin sem greinst hafa að undanförnu eru af delta-afbrigði veirunnar sem virðist smita hraðar en önnur einkenni. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að erlendar upplýsingar sýni að þau bóluefni sem notuð er á Íslandi virðist vernda um sextíu prósent fullbólusettra gegn hvers konar smiti af völdum delta afbrigðis veirunnar og yfir níutíu prósent gegn alvarlegum veikindum. Nýjar upplýsingar frá Ísrael bendi hins vegar til þess að vern bóluefnis Pfizer geti verið enn minni, bæði gegn öllu smiti og alvarlegum veikindum. Til þess hafa fimm prósent smitaðra þurft á sjúkrahúsvist að halda Þá kemur einnig fram að á Íslandi hafa til þessa um fimm prósent þeirra sem greinst hafa með COVID-19 þurft á sjúkrahúsvist að halda. Sé spítalainnlögn notuð sem mælikvarði á alvarleg veikindi megi búast við að fullbólusetning muni fækka sjúkrahúsinnlögnum í allt að 0,5 hjá bólusettum sem smitast. Þetta hlutfall geti þó verið hærra. „Þó að þetta hlutfall sé lágt þá getur það leitt til mikils fjölda innlagna ef smit verður útbreitt. Þá ber að nefna að umtalsverður fjöldi einstaklinga eldri en 16 ára hefur ekki verið bólusettur eða um 30.000 manns, auk flestra barna yngri en 16 ára en sá hópur telur um um 73.000 manns,“ segir í minnisblaðinu. Þannig geti mikill fjöldi nýgreindra smita undanfarna daga leitt til þess að yfirvofandi sé fjöldi innlagna gegn Covid-19, auk þess sem að hafa þurfi í huga að virkni bóluefna sé ekki vel þekkt hjá eldri einstaklingum og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða ónæmisvandamál. Stefnt að öðrum skammti af Jansen og þriðja skammti hjá þeim sem eru með undirliggjandi ónæmisvandamál Sóttvarnalæknir stefnir einnig að því að bjóða þeim sem bólusettir hafa verið með bóluefni Janssen seinni bólusetningu í águstmánuði. Þó markaðsleyfi sé fyrir einum skammti þessa bóluefnis þá sé líklegt að skammt tvö þurfi til að veita betri vörn. Einnig verður einstaklingum með undirliggjandi ónæmisvandamál boðin þriðji skammtur bóluefnis. Líklegt sé að tveir skammtar veiti ekki nægilega góða vörn gegn COVID-19 hjá þessum hópi. Minnisblað Þórólfs má lesa hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“ Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár. 23. júlí 2021 22:12 Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Þórólfs sem hann sendi heilbrigðisráðherra í gær. Minnisblaðið er grundvöllur hertra sóttvarnaraðgerða sem ríkisstjórnin samþykkti fyrr í kvöld að taki gildi á miðnætti annað kvöld. Í minnisblaðinu kemur fram að 67 prósent þeirra sem hafi smitast frá því að takmörkunum var aflétt um síðustu mánaðamóti hafi verið fullbólusettir. Tveir hafi þurft á innlögn að halda, annar vegna alvarlegrar lungnasýkingar, hinn vegna ofþornunar, báðir fullbólusettir. Öll smitin sem greinst hafa að undanförnu eru af delta-afbrigði veirunnar sem virðist smita hraðar en önnur einkenni. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að erlendar upplýsingar sýni að þau bóluefni sem notuð er á Íslandi virðist vernda um sextíu prósent fullbólusettra gegn hvers konar smiti af völdum delta afbrigðis veirunnar og yfir níutíu prósent gegn alvarlegum veikindum. Nýjar upplýsingar frá Ísrael bendi hins vegar til þess að vern bóluefnis Pfizer geti verið enn minni, bæði gegn öllu smiti og alvarlegum veikindum. Til þess hafa fimm prósent smitaðra þurft á sjúkrahúsvist að halda Þá kemur einnig fram að á Íslandi hafa til þessa um fimm prósent þeirra sem greinst hafa með COVID-19 þurft á sjúkrahúsvist að halda. Sé spítalainnlögn notuð sem mælikvarði á alvarleg veikindi megi búast við að fullbólusetning muni fækka sjúkrahúsinnlögnum í allt að 0,5 hjá bólusettum sem smitast. Þetta hlutfall geti þó verið hærra. „Þó að þetta hlutfall sé lágt þá getur það leitt til mikils fjölda innlagna ef smit verður útbreitt. Þá ber að nefna að umtalsverður fjöldi einstaklinga eldri en 16 ára hefur ekki verið bólusettur eða um 30.000 manns, auk flestra barna yngri en 16 ára en sá hópur telur um um 73.000 manns,“ segir í minnisblaðinu. Þannig geti mikill fjöldi nýgreindra smita undanfarna daga leitt til þess að yfirvofandi sé fjöldi innlagna gegn Covid-19, auk þess sem að hafa þurfi í huga að virkni bóluefna sé ekki vel þekkt hjá eldri einstaklingum og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða ónæmisvandamál. Stefnt að öðrum skammti af Jansen og þriðja skammti hjá þeim sem eru með undirliggjandi ónæmisvandamál Sóttvarnalæknir stefnir einnig að því að bjóða þeim sem bólusettir hafa verið með bóluefni Janssen seinni bólusetningu í águstmánuði. Þó markaðsleyfi sé fyrir einum skammti þessa bóluefnis þá sé líklegt að skammt tvö þurfi til að veita betri vörn. Einnig verður einstaklingum með undirliggjandi ónæmisvandamál boðin þriðji skammtur bóluefnis. Líklegt sé að tveir skammtar veiti ekki nægilega góða vörn gegn COVID-19 hjá þessum hópi. Minnisblað Þórólfs má lesa hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“ Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár. 23. júlí 2021 22:12 Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
„Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“ Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár. 23. júlí 2021 22:12
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“