„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:30 Arnar Þór Gíslason er allt annað en ánægður með nýjar sóttvarnareglur sem kynntar voru í gær og gilda til 13. ágúst næstkomandi. Vísir Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. „Við skulum nú sjá hvað gerist í efnahagsmálunum, það er kannski ótímabært að segja að við séum í einhverju bakslagi sem muni hafa þar áhrif.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hljóðið er þungt í veitingamönnum og kráareigendum en Bjarni minnir á að stuðningsaðgerðir við rekstraraðila séu enn í gildi. „Ég held að það sé bara mikilvægt að muna að við erum með í gildi ráðstafanir. Þær eru enn í gildi og grípa þessi tilvik að mínu mati,“ sagði Bjarni. Aðgerðirnar komi bar- og kráareigendum aftur á byrjunarreit Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur, segir aðgerðirnar mikið högg fyrir reksturinn. „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur bar- og kráareigendur þar sem þetta kemur okkur næstum á aftur á byrjunarreit frá því áður en lokaði,“ segir Arnar. Hundrað manna samkomutakmark er í gildi á veitinga- og skemmtistöðum og opnunartími hefur verið styttur til klukkan ellefu en allir gestir þurfa að vera komnir út fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs og einn metri að vera á milli geta. „Þetta setur okkur í rosalega vonda stöðu, það er bara eins og við höfum ekki farið í gegn um neinar bólusetningar eða neitt. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Við erum mjög ósáttir,“ segir Arnar. „Það var mjög dapurt hjá okkur í gær“ Hann segir stöðuna eins og í miðjum faraldrinum, áður en bólusetningar hófust. „Maður hefur heyrt það meira að segja frá heilbrigðisstarfsfólki að það er mjög hissa á þessu þar sem það var búist við að fólk myndi sýkjast eftir bólusetningu en engin alvarleg veikindi myndu koma. Þess vegna skiljum við ekki þessar hörðu aðgerðir á okkur. Engan vegin.“ Hann segir stöðuna mikil vonbrigði. „Mjög mikil vonbrigði en við vonum bara að þau átti sig fljótlega á því að smitum fari fækkandi og það verði engin alvarleg veikindi. En þau vissu það alveg þegar bólusetningar fóru af stað að fólk myndi sýkjast af þessu, það myndi bara ekki sýna alvarleg einkenni,“ segir Arnar. Hann segist þegar farinn að finna fyrir takmörkunum. Stemningin í miðbænum í gærkvöld og í nótt hafi verið mjög þung. „Stemningin var þannig að það dró verulega úr öllu upp úr miðnætti þar sem ég held að meginþorri þjóðarinnar hafi haldið að reglurnar ættu að taka gildi í gær, á miðnætti. Þannig að þetta var bara mjög dapurt hjá okkur í gær. Ég vona bara að fólk taki aðeins við sér, mæti aðeins fyrr og hafi gaman og styðji okkur bar- og kráareigendur,“ segir Arnar Þór. Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 „Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
„Við skulum nú sjá hvað gerist í efnahagsmálunum, það er kannski ótímabært að segja að við séum í einhverju bakslagi sem muni hafa þar áhrif.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hljóðið er þungt í veitingamönnum og kráareigendum en Bjarni minnir á að stuðningsaðgerðir við rekstraraðila séu enn í gildi. „Ég held að það sé bara mikilvægt að muna að við erum með í gildi ráðstafanir. Þær eru enn í gildi og grípa þessi tilvik að mínu mati,“ sagði Bjarni. Aðgerðirnar komi bar- og kráareigendum aftur á byrjunarreit Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur, segir aðgerðirnar mikið högg fyrir reksturinn. „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur bar- og kráareigendur þar sem þetta kemur okkur næstum á aftur á byrjunarreit frá því áður en lokaði,“ segir Arnar. Hundrað manna samkomutakmark er í gildi á veitinga- og skemmtistöðum og opnunartími hefur verið styttur til klukkan ellefu en allir gestir þurfa að vera komnir út fyrir miðnætti. Þá þarf að þjóna öllum gestum til borðs og einn metri að vera á milli geta. „Þetta setur okkur í rosalega vonda stöðu, það er bara eins og við höfum ekki farið í gegn um neinar bólusetningar eða neitt. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Við erum mjög ósáttir,“ segir Arnar. „Það var mjög dapurt hjá okkur í gær“ Hann segir stöðuna eins og í miðjum faraldrinum, áður en bólusetningar hófust. „Maður hefur heyrt það meira að segja frá heilbrigðisstarfsfólki að það er mjög hissa á þessu þar sem það var búist við að fólk myndi sýkjast eftir bólusetningu en engin alvarleg veikindi myndu koma. Þess vegna skiljum við ekki þessar hörðu aðgerðir á okkur. Engan vegin.“ Hann segir stöðuna mikil vonbrigði. „Mjög mikil vonbrigði en við vonum bara að þau átti sig fljótlega á því að smitum fari fækkandi og það verði engin alvarleg veikindi. En þau vissu það alveg þegar bólusetningar fóru af stað að fólk myndi sýkjast af þessu, það myndi bara ekki sýna alvarleg einkenni,“ segir Arnar. Hann segist þegar farinn að finna fyrir takmörkunum. Stemningin í miðbænum í gærkvöld og í nótt hafi verið mjög þung. „Stemningin var þannig að það dró verulega úr öllu upp úr miðnætti þar sem ég held að meginþorri þjóðarinnar hafi haldið að reglurnar ættu að taka gildi í gær, á miðnætti. Þannig að þetta var bara mjög dapurt hjá okkur í gær. Ég vona bara að fólk taki aðeins við sér, mæti aðeins fyrr og hafi gaman og styðji okkur bar- og kráareigendur,“ segir Arnar Þór.
Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05 „Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Tvö hundruð mega koma saman og eins metra fjarlægðarregla Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti annað kvöld. 200 manns mega koma saman og eins metra fjarlægðarmörk verða í gildi. Hertar aðgerðir gilda til 13. ágúst. 23. júlí 2021 19:05
„Ekki búið að afbóka nokkurn einasta mann“ Formaður þjóðhátíðarnefndar segir skipuleggjendur nú bíða eftir því að ríkisstjórnin ákveði hvort, og þá hvernig, innanlandstakmarkanir verði settar á vegna kórónuveirunnar. Orðrómur þess efnis að tækniþjónusta hafi verið afbókuð á hátíðinni sé úr lausu lofti gripinn. 22. júlí 2021 21:37