Fjöldi einstaklinga með vissa litakóðun segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2021 14:21 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Líkt og í gær eru þrír sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Enginn þeirra er á gjörgæslu. Fjórtán starfsmenn spítalans eru nú í einangrun og hefur fækkað um einn frá því í gær. 149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
149 eru í vinnusóttkví og fækkar um 95 en 30 starfsmenn í sóttkví A. 705 einstaklingar eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala, þar af 74 börn. Þetta kemur fram í daglegri tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttnefnd Landspítala. Enginn þeirra sem er í eftirliti á Covid-göngudeild er á rauðu en 22 einstaklingar flokkast gulir. Merkir það að þeir séu með mismikil einkenni og líkur taldar vera á frekari veikindum. Þurfa að fara í skimun þegar snúa aftur til stafa Frá og með deginum í dag þarf starfsfólk Landspítala sem snýr aftur til starfa eftir orlof að skila neikvæðu Covid-sýni áður en það mætir til starfa. Starfsmennirnir geta mætt til vinnu áður en niðurstaða fæst úr skimuninni en þarf að fara í svokallað sóttkví C þar til niðurstaða liggur fyrir. Þá hafa reglur um skimun sjúklinga verið uppfærðar og þarf að skima alla sjúklinga sem flytjast frá Landspítala á aðra stofnun eða í þjónustu opinberra aðila óháð bólusetningastöðu. Ekki nóg að horfa bara á fjölda fjölda sjúklinga Í tilkynningu farsóttarnefndar er gert grein fyrir litakóðakerfi göngudeildarinnar sem stjórnast einkum af áhættumati á líðan sjúklinga. „Það að einstaklingur sé á grænu þýðir ekki sjálfkrafa að hann sé einkennalaus heldur getur hann verið með ýmis einkenni en vegna aldurs, fyrra heilsufars, áhættuþátta o.s.frv. getur hann stigast grænn með litla, meðal, eða mikla áhættu á að þróa frekari veikindi.“ Eins geti þeir sem eru gulir verið með mismikil einkenni en eftirlit þeirra stýrist af líkum á frekari veikindum. „Þeir sem eru rauðir eru með mikil einkenni og eru í mestri áhættu að verða alvarlega veikir og þarfnast innlagnar. Þessi aðferð við að flokka sjúklinga og veita þeim eftirlit við hæfi hefur reynst afar vel á göngudeildinni frá byrjun og er t.d. vegvísir um hvenær skal kalla viðkomandi inn til skoðunar og meðferðar í göngudeild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástandið.“ Að sögn farsóttanefndar gefur það því ekki rétta mynd af ástandinu að horfa einungis á fjölda einstaklinga með ákveðna litakóðun. Fleiri breytur hjálpi til við að skipuleggja eftirlit og forgangsraða með öryggi sjúklinga að leiðarljósi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26. júlí 2021 10:42