Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 08:05 Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti. vísir/vilhelm Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu. Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu.
Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun