Þeir hafi öllu að tapa en muni refsa ef Blikar gefa „heimskuleg færi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Höskuldur segir Blika hafa trú á verkefninu gegn Austria Wien á morgun. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, segist spenntur fyrir komandi verkefni liðsins gegn Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Vín í síðustu viku og mætast að nýju á Kópavogsvelli annað kvöld. Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira
Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Sjá meira