Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 23:29 Ariel Henry vill blása til kosninga sem fyrst en það var einmitt ástæðan sem Moise tilnefndi hann í starfið, að hann sæi um framkvæmd kosninga. EPA-EFE/Orlando Barria Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar. Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar.
Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44