Svarta ekkjan í hart við Disney Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2021 21:02 Scarlett Johansson í hlutverki Svörtu ekkjunnar. Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel. Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021 Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samningur Johansson sagði til um að laun hennar fyrir að leika í myndinni tækju að miklu leyti mið af því hve vel henni gengi í kvikmyndahúsum. Hún segir ákvörðunina um að birta myndina á streymisveitunni samhliða kvikmyndahúsum hafa komið verulega niður á launum hennar. Í frétt Guardian segir að tekjur af sýningu myndarinnar í kvikmyndahúsum hafi verið háar í upphafi. Fyrstu vikuna hafi þær verið um 80 milljónir dala. Aðra vikuna lækkuðu tekjurnar þó um 67 prósent. Samtök kvikmyndahúsa sögðu þá lækkun hafa orðið vegna birtingar myndarinnar á Disney+. Í yfirlýsingu frá samtökunum, sem kallast NATO, segir að allir aðilar hagnist mest á því að sýna kvikmyndir eingöngu í kvikmyndahúsum í fyrstu. Þetta er ekki í fyrsta sinn og væntanlega ekki í síðasta sinn sem deilt er um frumsýningar og streymisveitur. Í kæru Johansson segir að forsvarsmenn Disney+ hafi viljað fjölga áskrifendum sínum og auka verðmæti hlutabréfa. Yfirmenn fyrirtækisins hafi fengið milljónir dala í laun og bónusa. Það hafi hins vegar verið gert á kostnað leikkonunnar. Áhugasamir geta lesið kæru Johansson hér. Í kærunni segir að við samþykkt samningsins hafi öllum átt að vera ljóst að samkvæmt honum ætti kvikmyndin að vera eingöngu sýnd í kvikmyndahúsum í 90 til 120 daga. Deadline segir að umboðsmenn Johansson hafi reynt að gera nýjan samning við Marvel eftir að Disney tilkynnti að Black Widow yrði einnig sýnd á Disney+. Sú viðleitni hafi verið hunsuð af forsvarsmönnum fyrirtækjanna. Þá segir miðillinn frá því að eftir að myndin var sýnd á Disney+ hafi ólögleg eintök hennar farið í mikla dreifingu á netinu. Frá því hún var frumsýnd þann 9. júlí hafi engri kvikmynd verið halað jafn oft niður ólöglega. Uppfært 21:40 Blaðamaður New York Times segir forsvarsmenn Disney hafna ásökunum Johansson alfarið. Þeir segjast hafa farið eftir samningnum í öllu og bæta við að útgáfa Black Widow á Disney+ hafi aukið laun Johansson, til viðbótar við þær tuttugu milljónir dala sem hún hafi þegar fengið. Disney continued: "Disney has fully complied with Ms. Johansson s contract and furthermore, the release of Black Widow on Disney+ with Premier Access has significantly enhanced her ability to earn additional compensation on top of the $20M she has received to date. — Brooks Barnes (@brooksbarnesNYT) July 29, 2021
Bíó og sjónvarp Disney Hollywood Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira