YouTube setur Sky News í Ástralíu í bann Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. ágúst 2021 17:25 YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann vegna myndbanda sem talin eru draga alvarleika heimsfaraldursins í efa. Getty/Anadolu Agency Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19. Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Um er að ræða þriggja stiga viðvörunarkerfi efnisveitunnar sem snýr að hegðunarbrotum. Fréttastofan Sky News í Ástralíu virðist hafa gerst sek um brot á fyrsta stigi, en refsing við því felur í sér vikulangt bann. Brot á öðru stigi felur í sér tveggja vikna langt bann og brot á þriðja stigi felur í sér varanlegt bann af efnisveitunni. YouTube hefur ekki gefið út hvaða myndbönd það voru nákvæmlega sem efnisveitan taldi vera brot á hegðunarreglum en sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að skýr stefna ríki varðandi dreifingu rangra upplýsinga sem varða heimsfaraldur Covid-19. Samkvæmt tímaritinu The Guardian bendir allt til þess að bannið sé tilkomið vegna myndbanda þar sem alvarleiki heimsfaraldursins sé dreginn í efa og fólk hvatt til þess að neyta hýdroxýklórókíns eða ivermektíns sem vörn gegn veirunni. Bannið var sett á síðasta fimmtudag og hefur stafrænn ritstjóri Sky News í Ástralíu sagt að fyrirkomulag efnisveitunnar hafi heftandi áhrif á frjálsa hugsun þeirra sem þar setja inn efni. Þá hafa forsvarsmenn Sky News sagst hafa fundið fjölmörg myndbönd inni á efnisveitunni sem ekki samræmast útgefnum hegðunarviðmiðum og því sé þessum reglum ekki tekið alvarlega. Það vakti athygli í byrjun júlí þegar fjölmiðlamaðurinn Alan Jones fullyrti í beinni útsendingu á Sky News í Ástralíu að Delta-afbrigðið væri ekki eins alvarlegt og gefið væri út og dró hann jafnframt gagnsemi bóluefna í efa. Fréttastofan var í kjölfarið gagnrýnd fyrir að leyfa samsæriskenningum að þrífast og gefa andstæðingum bólusetninga vettvang til þess að breiða út boðskap sinn. Þetta er ekki fyrsta bannið sem efnisveitan YouTube hefur gefið út vegna myndbanda sem snúa að kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira