TT3 kaupir Ormsson og SRX Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 12:55 Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri SRX mun stýra sameinuðu félagi. Aðsend TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum munu fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. verða sameinuð sem mun gefa mikla möguleika á kostnaðarhagræðingu og aukinni hagkvæmni vegna stærðar og breiddar, segir í tilkynningu. Kaupin hafa verið samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. SRX hefur á undanförnum árum verið ein af stærstu raftækjaheildverslunum landsins og eru vöruflokkar fyrirtækisins farsímar, rafmagnshlaupahjól, heyrnatól, spjaldtölvur og aðrar vinsælar vörur á markaði. Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og sala á heimilistækjum, sjónvörpum og hljómtækjum auk innflutnings og sölu á eldhúsinnréttingum. Ormsson er umboðsaðili fyrir sum af þekktustu vörumerki í heimi, Samsung, AEG, Bang & Olufsen, Nintendo, Sharp, HTH o.fl. Í tilkynningu frá TT3 ehf. segir að tilgangur og markmið SRX með kaupunum á Ormsson séu að styrkja innviði félagsins með auknu aðgengi að mannauði, þekkingu, lagerhúsnæði og breiðara vöruvali. Þannig muni sameinað félag leitast við að hámarka nýtingu framleiðsluþátta og bjóða betri þjónustu við viðskiptavini með aukinni stærðarhagkvæmni og meira vöruúrvali. Áætluð ársvelta hins sameinaða félags verður um sex milljarðar króna með um sextíu starfsmenn. Eigendur fyrirtækisins eru Kjartan Örn Sigurðsson, Ingvi Týr Tómasson og Guðmundur Pálmason. Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri SRX mun stýra sameinuðu félagi. Kjartan er í tilkynningu sagður þaulreyndur á sviði alþjóðaviðskipta, bæði í heildverslun og á sviði smásölu. Kjartan Örn segist sjá mikil tækifæri með kaupunum: „Ormsson er sterkt vörumerki og í fyrirtækinu er mikið af reynslumiklu starfsfólki með mikla þekkingu. Við höfum trú á vörumerkinu Ormsson til framtíðar. Sameining fyrirtækjanna skilar hagkvæmari rekstri, auknu vöruframboði og bættu aðgengi að vörum á markaði sem mun stuðla að aukinni þjónustu við viðskiptavini sameinaðs félags.“ Andrés B. Sigurðsson fráfarandi forstjóri og aðaleigandi Ormsson er þakklátur þeim sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi en segist jafnframt sjá ný tækifæri til vaxtar með nýjum eigendum: „Eigendur Ormsson ehf., sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi vilja þakka samstarf við fyrirtæki og einstaklinga, sem hafa verið traustur viðskiptavinahópur í nær hundrað ára sögu þess. Nýir eigendur eru reyndir í viðskiptum hér á landi og erlendis. Með sameiningu fyrirtækja koma ný tækifæri til vaxtar og þróunar til lengri tíma. Óskum við, fyrrum eigendur, hinum nýju farsældar og megi tryggir viðskiptamenn njóta góðra viðskipta og samstarfs til framtíðar.“ Samkeppnismál Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
SRX hefur á undanförnum árum verið ein af stærstu raftækjaheildverslunum landsins og eru vöruflokkar fyrirtækisins farsímar, rafmagnshlaupahjól, heyrnatól, spjaldtölvur og aðrar vinsælar vörur á markaði. Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og sala á heimilistækjum, sjónvörpum og hljómtækjum auk innflutnings og sölu á eldhúsinnréttingum. Ormsson er umboðsaðili fyrir sum af þekktustu vörumerki í heimi, Samsung, AEG, Bang & Olufsen, Nintendo, Sharp, HTH o.fl. Í tilkynningu frá TT3 ehf. segir að tilgangur og markmið SRX með kaupunum á Ormsson séu að styrkja innviði félagsins með auknu aðgengi að mannauði, þekkingu, lagerhúsnæði og breiðara vöruvali. Þannig muni sameinað félag leitast við að hámarka nýtingu framleiðsluþátta og bjóða betri þjónustu við viðskiptavini með aukinni stærðarhagkvæmni og meira vöruúrvali. Áætluð ársvelta hins sameinaða félags verður um sex milljarðar króna með um sextíu starfsmenn. Eigendur fyrirtækisins eru Kjartan Örn Sigurðsson, Ingvi Týr Tómasson og Guðmundur Pálmason. Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri SRX mun stýra sameinuðu félagi. Kjartan er í tilkynningu sagður þaulreyndur á sviði alþjóðaviðskipta, bæði í heildverslun og á sviði smásölu. Kjartan Örn segist sjá mikil tækifæri með kaupunum: „Ormsson er sterkt vörumerki og í fyrirtækinu er mikið af reynslumiklu starfsfólki með mikla þekkingu. Við höfum trú á vörumerkinu Ormsson til framtíðar. Sameining fyrirtækjanna skilar hagkvæmari rekstri, auknu vöruframboði og bættu aðgengi að vörum á markaði sem mun stuðla að aukinni þjónustu við viðskiptavini sameinaðs félags.“ Andrés B. Sigurðsson fráfarandi forstjóri og aðaleigandi Ormsson er þakklátur þeim sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi en segist jafnframt sjá ný tækifæri til vaxtar með nýjum eigendum: „Eigendur Ormsson ehf., sem hafa verið tengdir fyrirtækinu í áratugi vilja þakka samstarf við fyrirtæki og einstaklinga, sem hafa verið traustur viðskiptavinahópur í nær hundrað ára sögu þess. Nýir eigendur eru reyndir í viðskiptum hér á landi og erlendis. Með sameiningu fyrirtækja koma ný tækifæri til vaxtar og þróunar til lengri tíma. Óskum við, fyrrum eigendur, hinum nýju farsældar og megi tryggir viðskiptamenn njóta góðra viðskipta og samstarfs til framtíðar.“
Samkeppnismál Verslun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira