Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 13:38 Kristín Helga er hæstánægð með að Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð. Aðsend/Forlagið Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur selt kvikmyndarétt að bók sinni Fjallaverksmiðja Íslands bandaríska framleiðslufyrirtækinu Inner Voice Artists. Hinir mexíkósku Munoz-bræður munu skrifa handritið og leikstýra þáttunum. „Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar. Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Sjá meira
„Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar.
Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Sjá meira