Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. ágúst 2021 20:54 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stöð 2 Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira