Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Allir íbúar og starfsfólk fóru í skimun eftir að starfsmaðurinn greindist og lágu niðurstöður fyrir í dag.
Áfram eru nokkrir íbúar í sóttkví og verða þeir skimaðir aftur á morgun. Séu þau sýni neikvæð munu viðkomandi losna úr sóttkví. Í ljósi niðurstöðunnar í dag falla úr gildi fyrri tilmæli til aðstandenda um að koma ekki í heimsókn á heimilið að ástæðulausu.