Robert Lloyd Schellenberg hefur alla tíð neitað ásökununum.
Fyrri dómurinn yfir honum var felldur árið 2018 en nokkrum vikum síðar var Meng Wanzhou, sem var hátt sett hjá tæknirisanum Huawei, handtekin í Kanada á grundvelli bandarískrar handtökuskipunar.
Kínversk stjórnvöld vöruðu þá við afleiðingunum af handtöku hennar en hún hefur enn ekki verið framseld frá Kanada til Bandaríkjanna.
Þegar áfrýjunardómstóll kvað upp dauðadóminn í fyrra skiptið árið 2018 sagði dómari að fimmtán ára fangelsi væri of vægur dómur. Málið fer nú sjálfkrafa til Hæstaréttar Kína eins og allir dauðadómar.
Stjórnvöld í Kanada saka kínversk stjórnvöld um að nota Shellenberg sem peð í átökum sínum við Bandaríkjamenn.