Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 08:30 Maldíveyjar eru láglendasta ríki heims. Hækkun sjávarborðs um 1-2 metra á þessari öld tefldi framtíð eyjanna í hættu. Vísir/Getty Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. „Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum.
Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55