Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 11:36 John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara. Ali lést einnig á fjallinu. Elia Saikaly Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum. Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér. Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér.
Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20
Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50