„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir ferðamenn finna fyrir mikilli óvissu vegna aðgerða á landamærum. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. „Það ber á því að það er ákveðið kaos í flugstöðinni. Fólk er hreinlega að komast í gegn án þess að framvísa þessum prófum þannig að okkur finnst þetta skapa óþarfa ringulreið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mikil örtröð hefur verið í komusalnum í Leifstöð undanfarið og borið á hægagangi þar sem ferðamenn framvísa covid-vottorðum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir ekkert í því hægt að gera. „Kannski til að byrja, þá er þetta yfir mjög afmarkaðan tíma dagsins sem raðirnar eru að myndast þegar mikið af flugvélum eru að lenda á sama tíma og meðan ferlið og reglurnar eru eins og þær eru af hálfu sóttvarnayfirvalda er bara ofboðslega lítið hægt að gera. Það er búið að taka alla þá fermetra sem eru í boði,“ sagði Guðmundur Daði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birgir kallar eftir því að reglur verði gerðar skýrari og gagnrýnir að farþegum úr sitt hvorri áttinni sé blandað saman í komusal. „Það gengur ekki að einhver farþegi sem er búinn að leggja í kostnað við að fara í tiltekin próf og framvísa þeim við byrðingu í flugvélina erlendis komi svo til Íslands og standi í hópi með þúsundum manna sem eru að koma með öðru flugfélagi sem er ekki búið að þurfa að framvísa þessum prófum.“ Hann segir bera á ósamstöðu í kerfinu. Óvissan geri ekkert nema skapa óreiðu og ósamstöðu. „Það vantar að einhver taki boltann. Hver er í forsvari fyrir þetta? lögreglan á flugvellinum virðist ekki vita neitt, Isavia virðist ekki vita neitt. Maður skynjar einhverja ósamstöðu í kerfinu á milli ráðuneytis og almannavarna,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Play Tengdar fréttir Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Það ber á því að það er ákveðið kaos í flugstöðinni. Fólk er hreinlega að komast í gegn án þess að framvísa þessum prófum þannig að okkur finnst þetta skapa óþarfa ringulreið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mikil örtröð hefur verið í komusalnum í Leifstöð undanfarið og borið á hægagangi þar sem ferðamenn framvísa covid-vottorðum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir ekkert í því hægt að gera. „Kannski til að byrja, þá er þetta yfir mjög afmarkaðan tíma dagsins sem raðirnar eru að myndast þegar mikið af flugvélum eru að lenda á sama tíma og meðan ferlið og reglurnar eru eins og þær eru af hálfu sóttvarnayfirvalda er bara ofboðslega lítið hægt að gera. Það er búið að taka alla þá fermetra sem eru í boði,“ sagði Guðmundur Daði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birgir kallar eftir því að reglur verði gerðar skýrari og gagnrýnir að farþegum úr sitt hvorri áttinni sé blandað saman í komusal. „Það gengur ekki að einhver farþegi sem er búinn að leggja í kostnað við að fara í tiltekin próf og framvísa þeim við byrðingu í flugvélina erlendis komi svo til Íslands og standi í hópi með þúsundum manna sem eru að koma með öðru flugfélagi sem er ekki búið að þurfa að framvísa þessum prófum.“ Hann segir bera á ósamstöðu í kerfinu. Óvissan geri ekkert nema skapa óreiðu og ósamstöðu. „Það vantar að einhver taki boltann. Hver er í forsvari fyrir þetta? lögreglan á flugvellinum virðist ekki vita neitt, Isavia virðist ekki vita neitt. Maður skynjar einhverja ósamstöðu í kerfinu á milli ráðuneytis og almannavarna,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Play Tengdar fréttir Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40
„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19