Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 23:31 Úr fyrri leik liðanna í síðustu viku. Vísir/Hafliði Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2. Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Skosk stjórnvöld afléttu flestum takmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu misseri á mánudaginn var. Þar á meðal eru fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum. Pittodrie tekur um 20 þúsund manns í sæti en Aberdeen er heimilt að selja 18 þúsund miða fyrir leikinn á morgun. Til samanburðar voru aðeins fimm þúsund áhorfendur á leik Aberdeen við Häcken frá Svíþjóð í annarri umferðinni. With just under 24 hours to go we are now anticipating a crowd of 15,000 for tomorrow night's match.There is still time to be part of it #StandFree— Aberdeen FC (@AberdeenFC) August 11, 2021 Engir aðdáendur Blika eru leyfðir á leiknum, frekar en á öðrum Evrópuleikjum, vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Fimm þúsund miðar eru því lausir á leikinn en búist ef við 15 þúsund manns á leikinn samkvæmt tilkynningu frá Aberdeen þar sem auglýstir voru lausir miðar. Stephen Glass, stjóri Aberdeen, gleðst yfir því að fá svo mikinn fjölda stuðningsmanna á völlinn á ný. Hann býst við hörkuleik og segir Blika varhugaverðan andstæðing. „Þeir eru með tæknilega góða leikmenn svo það er mikilvægt að stjórna leiknum og nýta okkar styrkleika til að vinna leikinn. Ef við liggjum til baka og reynum að gera jafntefli getum við lent í vandræðum.“ Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag. Tvö hornamörk snemma leiks kom þeim skosku 2-0 yfir áður en Blikar jöfnuðu 2-2 fyrir hlé. Aberdeen skoraði þá snemma í síðari hálfleik til að vinna leikinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði það hafa komið sér á óvart hversu slakt liðið hafi verið. „Þeir gerðu enga tilraun til að spila fótbolta og eyddu meiri tíma í að tefja heldur en að senda boltann á milli sín,“ sagði Óskar eftir leikinn í síðustu viku. „Ég hélt ekki að þeir væru svona lélegir. Ég hélt að þeir kæmu til að spila fótbolta. Þeir bara gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Að því sögðu þá eru þeir stórir og snöggir og hættulegir í loftinu en það er líka lærdómur fyrir okkur að verjast stærri og sterkari mönnum en við erum vanir.“ Breiðablik sækir Aberdeen heim annað kvöld og verður leikur liðanna sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira