Næstum því 47 ár upp á dag síðan Víkingar slógu KR síðast út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 15:01 Það gengur oft mikið á í leikjum Víkinga og KR. Vísir/HAG Víkingur tekur á móti KR í kvöld í lokaleik sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sjö félög eru komin áfram og það ræðst í Víkinni í kvöld hvað verður áttunda liðið. Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0 Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Víkingar eru enn ríkjandi bikarmeistarar. Þeir unnu bikarinn haustið 2019 en bikarkeppnin var ekki kláruð í fyrra vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir verða síðan Mjólkurbikarmörkin á dagskrá. Það var mikið fjör þegar þessi lið mættust síðast í bikarleik en þá var boðið upp á sex marka leik og vítaspyrnukeppni. Hér er umfjöllun um leikinn í Vísi og hér er mynd af hetju Víkinga, Páli Björgvinssyni, að skora annað marka sinna.Skjámynd/timarit.is/Vísir Það var aftur á móti enginn leikmaður í þessum liðum fæddur þegar Víkingum tókst að slá slá KR-inga síðast út úr bikarnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þá eins árs og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR ekki búinn að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Síðasti bikarsigur Víkings á KR var nefnilega í átta liða úrslitum bikarkeppninnar 1974. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum 14. ágúst og það eru því bara tveir dagar í það að það verði liðin nákvæmlega 47 ár. Hetja Víkinga í þeim leik var maður sem varð seinna þekktari fyrir afrek sín á handboltavellinum. Páll Björgvinsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-2 sigri í framlengdum leik og voru þau bæði með skalla. Páll endaði leikinn reyndar á því að fá rauða spjaldið. Frá umfjöllun um leikinn í Tímanum.Skjámynd/timarit.is/Tíminn Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma eftir mörk frá Páli og KR-ingnum Ottó Guðmundssyni. Páll kom Víkingum aftur yfir í framlengingunni og Kári Kaaber jók muninn í 3-1 áður en Ólafur Lárusson minnkað muninn undir lokin. Víkingar og KR hafa mæst tvisvar í bikarnum síðan þá. KR vann 1-0 sigur sextán liða úrslitum 1978 og það þurfti síðan vítaspyrnukeppni til að fá sigurvegara þegar liðin mættust síðast í bikarleik sem var á Víkingsvellinum 4. júlí 2005. Leikurinn var í sextán liða úrslitum og endaði með 3-3 jafntefli. Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Sigurjón Bjarnason skoruðu mörk Víkinga en Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson mörk KR-ingar sem komust í 2-0 og 3-2 í leiknum. Það þurfti ekki aðeins vítaspyrnukeppni til að fá fram sigurvegar því bæði lið nýttu fjórar af fyrstu fimm spyrnum sínum. Bráðabani tók við og þar skoraði hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson. Kristján Finnbogason, núverandi aðstoðarþjálfari hjá KR-liðinu, kom mikið við sögu í vítakeppninni. Hann varði tvær vítaspyrnur og skoraði líka úr einni sjálfur. Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Bikarleikir Víkinga og KR í gegnum tíðina: Sextán liða úrslit 2021: Leikið í kvöld Sextán liða úrslit 2005: KR vann 6-5 í vítakeppni (3-3 jafntefli) Sextán liða úrslit 1978: KR vann 1-0 Átta liða úrslit 1974: Víkingur vann 3-2 í framlengingu Úrslitaleikur 1967: KR vann 3-0
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira