Bein útsending: Tíu sprotafyrirtæki fá fimm mínútur til að heilla fjárfesta Eiður Þór Árnason skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Fjárfestadagurinn fer fram í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri. Gróska Botninn verður sleginn í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í dag þegar fjárfestadagur fer fram í Grósku hugmyndahúsi klukkan 13. Tíu sprotafyrirtæki sem voru valin úr 85 umsóknum munu þar kynna hugmyndir sínar. Hægt er að fylgjast með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan en hvert fyrirtæki hefur fimm mínútur til að kynna sig og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði. Í því sitja Magnús Scheving athafnamaður og Hekla Arnardóttir, meðeigandi Crowberry Captial. Elsa Bjarnadóttir hjá Icelandic Startups opnar viðburðinn en síðan mun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpa samkomuna. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant, verður með erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en félagið keyrir nú viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í samstarfi við Nova og Grósku annað árið í röð. Vetnisframleiðsla og sjálfbær útivistarfatnaður Sprotafyrirtækin sem taka þátt í hraðlinum hafa síðustu tíu vikur meðal annars sótt vinnustofur í gerð viðskiptaáætlana, markaðssetningu og vöruþróun. Að sögn Icelandic Startups hafa þau til viðbótar farið í yfir þrjátíu viðtöl við reynslubolta úr viðskiptalífinu sem hafa gefið þeim endurgjöf á þeirra hugmyndir og framkvæmd. Fyrirtækin sem kynna starfsemi sína eru fjölbreytt: IðunnH2 stefnir á framleiðslu á vetni til útflutnings, Wildness framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað, meðal annars úr plasti sem fangað er úr hafinu, og Swapp Agency sýnir vel hvernig hægt er að nýta tækifæri í krísum en þau hafa sérhæft sig í endurstaðsetningu starfsfólks til að mæta aukinni þörf fyrir fjarvinnu milli landa. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Dagskrá hefst - kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna 13:10 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 13:15 Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant 13:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 14:20 10 mínútna hlé 14:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 15:30 Viðburði lýkur Nýsköpun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Hægt er að fylgjast með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan en hvert fyrirtæki hefur fimm mínútur til að kynna sig og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði. Í því sitja Magnús Scheving athafnamaður og Hekla Arnardóttir, meðeigandi Crowberry Captial. Elsa Bjarnadóttir hjá Icelandic Startups opnar viðburðinn en síðan mun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpa samkomuna. Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant, verður með erindi en hann hefur leitt vöruþróun fyrirtækisins síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Startups en félagið keyrir nú viðskiptahraðalinn Startup SuperNova í samstarfi við Nova og Grósku annað árið í röð. Vetnisframleiðsla og sjálfbær útivistarfatnaður Sprotafyrirtækin sem taka þátt í hraðlinum hafa síðustu tíu vikur meðal annars sótt vinnustofur í gerð viðskiptaáætlana, markaðssetningu og vöruþróun. Að sögn Icelandic Startups hafa þau til viðbótar farið í yfir þrjátíu viðtöl við reynslubolta úr viðskiptalífinu sem hafa gefið þeim endurgjöf á þeirra hugmyndir og framkvæmd. Fyrirtækin sem kynna starfsemi sína eru fjölbreytt: IðunnH2 stefnir á framleiðslu á vetni til útflutnings, Wildness framleiðir sjálfbæran útivistarfatnað, meðal annars úr plasti sem fangað er úr hafinu, og Swapp Agency sýnir vel hvernig hægt er að nýta tækifæri í krísum en þau hafa sérhæft sig í endurstaðsetningu starfsfólks til að mæta aukinni þörf fyrir fjarvinnu milli landa. Dagskrá 12:30 Húsið opnað 13:00 Dagskrá hefst - kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna 13:10 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 13:15 Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant 13:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 14:20 10 mínútna hlé 14:30 Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins 15:30 Viðburði lýkur
Nýsköpun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira