„Ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2021 15:35 Nýnemarnir eru spenntir fyrir því að byrja í skólanum, hvað sem komandi veiruvetur ber í skauti sér. Vísir/Einar Nýnemadagur Háskólans í Reykjavík fór fram með öðru sniði en venjulega í dag. Í stað þess að hittast og blanda geði á göngum skólans var nemendum raðað niður í stofur eftir deildum, vegna sóttvarnaráðstafana. Nýnemar eru þó flestir spenntir að hefja nám við skólann. Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“ Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Nokkuð tómlegt var um að litast á nýnemadegi skólans í dag, enda ekki mælt með að fólk safnist saman í stórum hópum. Þrátt fyrir það var gott hljóð í þeim nýnemum sem fréttastofa ræddi við og þeir horfa spenntir fram á veginn, hvað sem mögulegri fjarkennslu og áhrifum á félagslífið líður. „Við náttúrulega vorum að klára menntaskóla og fengum ekki neitt félagslíf á þriðja ári. Þannig að ég vona að þetta fari að skána mjög fljótt og þetta breytist,“ segir Hákon Logi, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði. Hann segir að þrátt fyrir mögulegar takmarkanir á félagslíf nemenda sé hann bjartsýnn á að þeir geti gert sér glaðan dag saman í vetur. Hallgeir Kári, nýnemi í tölvunarfræði, segist spenntur fyrir félagslífinu og náminu, þó nokkurrar óvissu gæti um hvernig því öllu verður háttað. „Smá stressandi. Maður veit ekkert hvernig þetta verður allt og þetta á allt eftir að koma í ljós,“ Hann er ekki sérlega spenntur fyrir möguleikanum á fjarkennslu. „Það væri miklu betra að hafa nám í skólanum en ef eina staðan er að hafa fjarnám þá verðum við bara að vinna með það.“ Sunneva, nýnemi í hugbúnaðarverkfræði, er jákvæð þó hún telji að að faraldurinn kunni að hafa áhrif á skólagönguna. „Ég held samt sem áður að við séum orðin meðvitaðri um stöðuna í samfélaginu og held þar af leiðandi að við munum læra að sinna félagslífi í þessum takmörkunum, eða bara í heimsfaraldrinum yfir höfuð,“ segir hún og kveðst spennt að byrja í náminu.“
Háskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. 13. ágúst 2021 14:35