Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 20:01 Agla var snoðuð í dag en hún hefur safnað einni og hálfri milljón króna til stuðnings Krafts. Vísir/Sigurjón Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050. Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050.
Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira