Sagði R. Kelly vera rándýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:58 R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin í dag teiknaði hann. AP Photo/Elizabeth Williams Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55