Segir Green Bay vera að neyða Rodgers til að vera áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 12:15 Rodgers stytti samning sinn við Green Bay í sumar og leitar líklega á önnur mið að komandi leiktíð lokinni. Quinn Harris/Getty Images Stephen A. Smith, álitsgjafi á ESPN, segir að leikstjórnandinn Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers í bandarísku NFL-deildinni sé haldið hjá félaginu gegn hans eigin vilja. Rodgers komst að samkomulagi við félagið í sumar um að stytta samning sinn um eitt ár og rennur hann út eftir komandi tímabil. Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira