Setningarathöfnin fer fram næstkomandi þriðjudag, og rétt eins og á Ólympíuleikunum eru fánaberar hverrar þjóðar tveir, ein kona og einn karl.
Eins og áður segir eru það þau Thelma Björg og Patrekur Andrés sem munu fara fyrir íslenska hópnum á hátíðinni. Thelma keppir í sundi í flokki S6/SB5 sem er flokkur hreyfihamlaðra, en hún er að keppa á sínum öðrum leikum. Patrekur er að keppa á sínu fyrstu leikum, en hamm hlaypur í flokki T11 sem er flokkur blindra.
Hátíðin hefst klukkan 20:00 á staðartíma, eða klukkan 11:00 á íslenskum tíma.