Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2021 22:31 Torséðu B-2 Spirit-sprengjuþoturnar lentu í Keflavík í gærkvöldi. U.S. Air Force/Victoria Hommel Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. Þegar Bandaríkjaher vill virkilega sýna mátt sinn, þá sendir hann torséðu B-2 sprengjuþotuna á vettvang. Mikla athygli vakti fyrir tveimur árum þegar þota þessarar tegundar lenti í fyrsta sinn í Keflavík. Í gærkvöldi var ekki bara ein á ferðinni heldur þrjár, sem sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 á myndum Víkurfrétta af lendingunni. Heimastöð B-2 vélanna er á Whiteman-herflugvellinum í Missouri í Bandaríkjunum.U.S. Air Force/Victoria Hommel Þær komu hingað til lands frá Bandaríkjunum og munu hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli næstu daga vegna æfinga, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Um 180 liðsmenn bandaríska flughersins fylgja sprengjuþotunum. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Bandaríska sprengjuflugsveitin fær tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið á Íslandi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins.U.S. Air Force/Victoria Hommel Fyrir eru í Keflavík um 170 liðsmenn bandaríska sjóhersins sem fylgja kafbátaleitarvélum og einnig 130 liðsmenn pólska flughersins, sem eru í loftrýmisgæslu með fjórar F-16 orrustuþotur. Þannig eru alls um 480 erlendir hermenn staðsettir í Keflavík þessa dagana en á myndum bandaríska flughersins, sem John E. Hillier tók, sjást einnig tvær Galaxy C-5, stærstu herflutningaþotur heims. Landhelgisgæslan segir að með æfingunum gefist bandarísku sprengjuflugsveitinni tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið hér á landi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Þegar Bandaríkjaher vill virkilega sýna mátt sinn, þá sendir hann torséðu B-2 sprengjuþotuna á vettvang. Mikla athygli vakti fyrir tveimur árum þegar þota þessarar tegundar lenti í fyrsta sinn í Keflavík. Í gærkvöldi var ekki bara ein á ferðinni heldur þrjár, sem sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 á myndum Víkurfrétta af lendingunni. Heimastöð B-2 vélanna er á Whiteman-herflugvellinum í Missouri í Bandaríkjunum.U.S. Air Force/Victoria Hommel Þær komu hingað til lands frá Bandaríkjunum og munu hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli næstu daga vegna æfinga, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar. Um 180 liðsmenn bandaríska flughersins fylgja sprengjuþotunum. B-2 er talin eitthvert skæðasta vopn sem til er en óvenjulegt útlit þotunnar gerir það að verkum að hún sést illa á ratsjám. Þá getur hún borið allt að sextán kjarnorkusprengjur. Þessi fljúgandi vængur er jafnframt dýrasta flugvél sögunnar. Þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak en aðeins tuttugu eru til í heiminum. Svo dýr er hún í rekstri að hver flugtími reiknast á 17 milljónir króna. Bandaríska sprengjuflugsveitin fær tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið á Íslandi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins.U.S. Air Force/Victoria Hommel Fyrir eru í Keflavík um 170 liðsmenn bandaríska sjóhersins sem fylgja kafbátaleitarvélum og einnig 130 liðsmenn pólska flughersins, sem eru í loftrýmisgæslu með fjórar F-16 orrustuþotur. Þannig eru alls um 480 erlendir hermenn staðsettir í Keflavík þessa dagana en á myndum bandaríska flughersins, sem John E. Hillier tók, sjást einnig tvær Galaxy C-5, stærstu herflutningaþotur heims. Landhelgisgæslan segir að með æfingunum gefist bandarísku sprengjuflugsveitinni tækifæri til að kynnast staðháttum á Norður-Atlantshafi, þar með talið hér á landi, og æfa með öðrum þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. 18. mars 2021 06:32
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00