„Maður má ekki vera að væla um djammið, en við þurfum djamm“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 20:15 Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, og Jón Bjarni Snorrason, formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla. Stöð 2/Sigurjón Menntaskólanemum finnst að verið sé að svipta þá æskunni, en ljóst er að böll munu ekki falla undir 500 manna sitjandi viðburði með hraðprófi. Stjórnvöld eru að gleyma okkur, segir unga fólkið, sem telur þar að auki að skortur á félagslífi geti komið niður á námsárangri þeirra. Rúmt eitt og hálft ár er síðan Menntaskólinn í Reykjavík hélt síðast ball. Þrátt fyrir háleitar vonir um takmarkalaust haust eftir takmarkalaust sumar með köflum, er ljóst að ekki stefnir í fjölmennt skemmtanahald í vetur. „Við finnum öll fyrir mjög miklu vonleysi af því að það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Svo eru einhverjar reglur, þar sem afléttingar eiga sér stað, við verðum spennt fyrir því og horfum björtum augum til framtíðar. En svo er einhvern veginn hver skellur á fætur öðrum sem kemur og hindrar,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir, inspector scholae við MR. Svipt æskunni Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, telur að hans aldurshópur sé sá sem hafi farið einna verst út úr faraldrinum. Kynslóð foreldra hans hafi jú vissulega þurft að vinna heima og annað slíkt, en í hans tilviki sé um að ræða ár sem komi aldrei aftur. „Þetta eru þrjú ár sem við viljum nýta nokkuð vel. Þetta eru árin sem fólk talar um bestu ár æskunnar. Þetta er æskan. Og æskan sem við munum bara aldrei fá upplifða. Og böllin og djammið eru hluti af æskunni, eða hvað? „Að sjálfsögðu,“ segir Agnar Már. Jón Bjarni Snorrason formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla segir að unga fólkið gleymist þegar litið er til hagsmuna ólíkra hópa; í þeirra hlut komi að mæta bara í skólann og vera þunglynd. „Það er engin skömm í því. Maður þarf djammið. Það er svo stór partur af framhaldsskóla. Maður má ekkert vera að væla um djammið, en við þurfum djamm. Þannig er það, það er hvatning fyrir náminu og allir eru að missa áhuga á náminu af því að það er ekkert djamm,“ segir Jón Bjarni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir inspector scholae við Menntaskólann í Reykjavík.Stöð 2/Sigurjón Jón Bjarni hvetur til þess að menntaskólanemum verði gert heimilt að halda böll með hraðprófum fyrirfram og 1.000 manna hámarki. Reglugerðin gerir ráð fyrir slíkum undanþágum, en aðeins fyrir sitjandi viðburði, eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn benti á í samtali við fréttastofu. Vonandi er að þá verði bót í máli að framhaldsskólanemar hafa kost á að fjölmenna á Söngvakeppni framhaldsskólanna, eins og Víðir sagði að væri inni í myndinni. Sólrún Dögg óttast að áhrif þess að félagslíf framhaldsskólanna sé lamað geti orðið þau að þar endi á að fara í gegnum heila skólagöngu kynslóðir sem aldrei öðlist reynslu af því að reka virkt félagslíf. Þannig geti mikilvæg þekking sem erfist kynslóð eftir kynslóð glatast. Er ekki smá skondið að 16-22 ára fá ekki að mæta á ball þótt þau skila inn skyndiprófi? 1000 testaðir stálhraustir unglingar að missa sig smá getur ekki verið það hræðilegt?— Jón Bjarni (@jonbjarni14) August 26, 2021 Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Rúmt eitt og hálft ár er síðan Menntaskólinn í Reykjavík hélt síðast ball. Þrátt fyrir háleitar vonir um takmarkalaust haust eftir takmarkalaust sumar með köflum, er ljóst að ekki stefnir í fjölmennt skemmtanahald í vetur. „Við finnum öll fyrir mjög miklu vonleysi af því að það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Svo eru einhverjar reglur, þar sem afléttingar eiga sér stað, við verðum spennt fyrir því og horfum björtum augum til framtíðar. En svo er einhvern veginn hver skellur á fætur öðrum sem kemur og hindrar,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir, inspector scholae við MR. Svipt æskunni Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, telur að hans aldurshópur sé sá sem hafi farið einna verst út úr faraldrinum. Kynslóð foreldra hans hafi jú vissulega þurft að vinna heima og annað slíkt, en í hans tilviki sé um að ræða ár sem komi aldrei aftur. „Þetta eru þrjú ár sem við viljum nýta nokkuð vel. Þetta eru árin sem fólk talar um bestu ár æskunnar. Þetta er æskan. Og æskan sem við munum bara aldrei fá upplifða. Og böllin og djammið eru hluti af æskunni, eða hvað? „Að sjálfsögðu,“ segir Agnar Már. Jón Bjarni Snorrason formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla segir að unga fólkið gleymist þegar litið er til hagsmuna ólíkra hópa; í þeirra hlut komi að mæta bara í skólann og vera þunglynd. „Það er engin skömm í því. Maður þarf djammið. Það er svo stór partur af framhaldsskóla. Maður má ekkert vera að væla um djammið, en við þurfum djamm. Þannig er það, það er hvatning fyrir náminu og allir eru að missa áhuga á náminu af því að það er ekkert djamm,“ segir Jón Bjarni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir inspector scholae við Menntaskólann í Reykjavík.Stöð 2/Sigurjón Jón Bjarni hvetur til þess að menntaskólanemum verði gert heimilt að halda böll með hraðprófum fyrirfram og 1.000 manna hámarki. Reglugerðin gerir ráð fyrir slíkum undanþágum, en aðeins fyrir sitjandi viðburði, eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn benti á í samtali við fréttastofu. Vonandi er að þá verði bót í máli að framhaldsskólanemar hafa kost á að fjölmenna á Söngvakeppni framhaldsskólanna, eins og Víðir sagði að væri inni í myndinni. Sólrún Dögg óttast að áhrif þess að félagslíf framhaldsskólanna sé lamað geti orðið þau að þar endi á að fara í gegnum heila skólagöngu kynslóðir sem aldrei öðlist reynslu af því að reka virkt félagslíf. Þannig geti mikilvæg þekking sem erfist kynslóð eftir kynslóð glatast. Er ekki smá skondið að 16-22 ára fá ekki að mæta á ball þótt þau skila inn skyndiprófi? 1000 testaðir stálhraustir unglingar að missa sig smá getur ekki verið það hræðilegt?— Jón Bjarni (@jonbjarni14) August 26, 2021
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11
Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45