Segir óboðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónleika Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:56 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, bindur miklar vonir við það að ríkið niðurgreiði hraðpróf sem gestir viðburða munu þurfa að undirgangast. Framkvæmdarstjóri Senu Live telur að það muni margborga sig að ríkið taki á sig þann kostnað sem fylgir nýrri breytingu á sóttvarnarreglum á sitjandi viðburðum. Frá og með 3. september mega fimm hundruð manns koma saman í rými og nándarregla verður afnumin á sitjandi viðburðum gegn því að gestir fari í hraðpróf. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, segir það ekki koma til greina að kostnaður hraðprófa verði lagður ofan á miðaverð. Hraðpróf kosti á bilinu sex til sjö þúsund krónur og það myndi því samsvara verði tveggja miða. „Það hefur alltaf verið forsendan fyrir því að þetta gangi upp að ríkið greiði þetta og sú forsenda er enn til staðar.“ Hann segist nú bíða staðfestingar á því að ríkið ætli að taka kostnað hraðprófanna á sig. „Ég vona að þeir líti á það sem svona mestu „no brainer“ viðskiptaákvörðun allra tíma, að það margborgi sig og komi margfalt til baka að geta komið íslenskri tónlist af stað aftur. Við erum búin að vera lömuð í eitt og hálft ár.“ Ísleifur segir að fyrirhugað fyrirkomulag muni falla um sjálft sig, verði hraðprófin ekki niðurgreidd að fullu. „Við erum eini geirinn sem er ennþá lamaður og við höfum aldrei komist af stað og það verður bara að kasta til okkar líflínu og ég held að þetta komi margfalt til baka.“ Sóttvarnareglur höfðu mikil áhrif á jólavertíðina á síðasta ári. Engir jólatónleikar fóru fram með hefðbundnu sniði, heldur var aðeins boðið upp á slíkt í gegnum streymi. Brátt mun koma í ljós hvort tónlistarmenn fái að syngja inn jólin fyrir fullum sal af fólki. „Það sitja allir og bíða eftir þessum upplýsingum og það er öll jólavertíðin undir. Hjá okkur er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin og Andrea Bocelli í lok nóvember. Ég held að það sé ekki boðlegt að halda tvenn jól í röð án jólatónlistar,“ segir Ísleifur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Jól Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira