Thelma Björg var að keppa á Ólympíumótinu í annað sinn eftir að hafa tekið einnig þátt í Ríó í Brasilíu fyrir fimm árum. Hún keppti í seinni undanriðlinum í 100 metra bringusundi í nótt. Þar synti hún á 1:54,02, var fjórða í sínum riðli og á áttunda besta tímanum í undanrásunum sem dugði henni í úrslit.
Thelma var á áttundu braut í úrslitasundinu í morgun og var örlítið hægari en í undanrásunum í nótt. Hún kom áttunda í mark á 1:54,88. Hún hefur stórbætt tíma sinn frá því í Ríó þar sem hún synti á 1:58,69.
Hin úkraínska Yelyzaveta Mereshko kom lang fyrst í bakkann á 1:40,59. og hlaut gull í greininni. Grace Harvey frá Bretlandi hlaut silfur og Verena Schott frá Þýskalandi brons.