Ráðuneyti telur sig hafa svarað spurningum um umsvif útgerða Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 14:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, var beðinn um að láta gera skýrslu um umsvif stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað. Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira