Barn lést þegar eldflaug var skotið við flugvöllinn í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:42 Liðsmenn talibana standa vörð við flugvöllinn í Kabúl. Þeir hafa tekið völdin í borginni og bíða aðeins eftir að Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra yfirgefi landið endanlega á þriðjudag. AP/Wali Sabawoon Lögreglustjóri í Afganistan fullyrðir að barn hafi látist þegar eldflaug var skotið á hús í hverfi norðvestur af flugvellinum í Kabúl í dag. Talibanar segja að loftárás Bandaríkjahers hafi stöðvað sjálfsmorðsprengjutilræðismann. Takmarkaðar fregnir hafa borist af sprengingunni sem varð barninu að bana og ekki er ljóst hvort að hún tengist loftárás Bandaríkjahers. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mikill hvellur hafi heyrst við flugvöllinn sem var vettvangur blóðbaðs á fimmtudag þegar liðsmaður Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp og varð um 180 manns að bana. AP-fréttastofan hefur eftir Rashid, lögreglustjóra í Kabúl, að eldflaugin hafi lent á byggingu í hverfi í nágrenni flugvallarins og að barn hafi látið lífið. Bandaríkjaher svaraði hryðjuverkaárásinni á fimmtudag með því að fella tvo liðsmenn Ríkis íslams í drónaárás á aðfaranótt laugardags. Í kjölfarið vöruðu bandarísk yfirvöld við því að hætta væri á frekari hryðjuverkum í Kabúl á meðan Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir ljúka brottflutningi fólks. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan Bandaríkjastjórnar að önnur hernaðaraðgerð hafi átt sér stað gegn liðsmönnum Ríkis íslams í dag, að þessu sinni í Kabúl. Talsmaður talibana fullyrðir að Bandaríkjaher hafi stöðvað sjálfsmorðsárásarmann í farartæki sem hafi ætlað að ráðast á flugvöllinn. Bifreiðin hafi verið full að sprengiefni. Afganistan Tengdar fréttir Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Takmarkaðar fregnir hafa borist af sprengingunni sem varð barninu að bana og ekki er ljóst hvort að hún tengist loftárás Bandaríkjahers. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mikill hvellur hafi heyrst við flugvöllinn sem var vettvangur blóðbaðs á fimmtudag þegar liðsmaður Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp og varð um 180 manns að bana. AP-fréttastofan hefur eftir Rashid, lögreglustjóra í Kabúl, að eldflaugin hafi lent á byggingu í hverfi í nágrenni flugvallarins og að barn hafi látið lífið. Bandaríkjaher svaraði hryðjuverkaárásinni á fimmtudag með því að fella tvo liðsmenn Ríkis íslams í drónaárás á aðfaranótt laugardags. Í kjölfarið vöruðu bandarísk yfirvöld við því að hætta væri á frekari hryðjuverkum í Kabúl á meðan Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir ljúka brottflutningi fólks. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan Bandaríkjastjórnar að önnur hernaðaraðgerð hafi átt sér stað gegn liðsmönnum Ríkis íslams í dag, að þessu sinni í Kabúl. Talsmaður talibana fullyrðir að Bandaríkjaher hafi stöðvað sjálfsmorðsárásarmann í farartæki sem hafi ætlað að ráðast á flugvöllinn. Bifreiðin hafi verið full að sprengiefni.
Afganistan Tengdar fréttir Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13
Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55