Verbúð fjallar á dramatískan en um leið kómískan hátt um afleiðingar kvótakerfisins í sjávarútvegi fyrir lítið þorp á Vestfjörðum á árunum 1983 til 1991.

Verbúðin er í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Maríu Reyndal. Handritið skrifuðu Gísli Örn, Björn Hlynur og Mikael Torfason.
Series Mania-hátíðin þykir ein sú virtasta í álfunni þegar kemur að leiknu sjónvarpsefni.

Vesturport framleiddi þættina í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios.
Þættirnir, sem eru átta talsins, hafa fengið enska nafnið Blackport.
Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson fara með aðalhlutverk í þáttunum en meðal annara leikara eru Gísli Örn Garðarsson, Guðjón Davíð Karlsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Hilmir Snær Guðnason, Sverrir Þór Sverrisson, Ingvar E. Sigurðsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Selma Björnsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og Jógvan Hansen.

Þættirnir verða frumsýndir um jólin.

Tökur á Verbúð hófust sumarið 2020 en síðustu tökum lauk nú í sumar þegar hluti hópsins hélt til Liverpool til að skjóta senur sem gerast utan landsteinanna. Stór hluti takanna fór fram á Suðureyri en sömuleiðis víða á höfuðborgarsvæðinu.
COMPÉTITION INTERNATIONALE
— SERIES MANIA (@FestSeriesMania) September 2, 2021
GRAND PRIX
BLACKPORT
Créée par Gísli Örn Garðarsson(Ragnarök), Björn Hlynur Haraldsson (The Witcher), et Nína Dögg FILIPPUSDÓTTIR
Co-prod: @RUVfrettir, @ARTEfr, #Vesturport #TurbineStudios
Diffuseur Islande @RUVfrettir / Diffuseur France @ARTEfr pic.twitter.com/bzPANEitqe
Að neðan má heyra viðtal Bítisins í morgun við Gísla Örn Garðarsson.