Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. september 2021 09:28 Erla Ruth Möller og Óli Jón Gunnarsson voru eitt þeirra tveggja para sem leidd voru saman á blint stefnumót í þættinum Fyrsta blikið á Stöð 2. Skjáskot Óli Jón Gunnarson var ekki lengi að svara því hvernig útliti hann heillast af í öðrum þætti Fyrsta bliksins á Stöð 2. Óli Jón og Erla Ruth voru eitt tveggja para sem leidd voru saman á blint stefnumót í raunveruleika- og stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. Ásamt því að vera jafn gömul og bæði að norðan þá áttu þau Óli og Erla það einnig sameiginlegt að vera... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ...bæði menntaðir leikarar, söngvarar og að sögn aðstandenda miklir tölvunördar. Hversu fullkomið? Í sófaviðtalinu fyrir stefnumótið var Óli Jón meðal annars beðinn um að lýsa því útliti sem hann heillast að en eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan var bróðir hans, Ottó, með smekk bróður síns á konum alveg á hreinu. Klippa: Fyrsta blikið - Rauðhærða ofurhetjan Fyrsta stefnumótið og það fyrir framan myndavélar Óli Jón segist sjálfur litla reynslu hafa af stefnumótaheiminum og var stefnumótið við hana Erlu því fyrsta eiginlega stefnumótið hans, og það í sjónvarpinu. Bravó Óli! Það var því eðlilega smá fiðringur og stress í okkar fólki sem hvarf þó eins og dögg fyrir sólu þegar þau hittust og byrjuðu að tala saman. Stundum á fólk erfitt með að byrja að tala saman og finna umræðuefni svo stundum, bara stundum... gerist þetta. Klippa: Fyrsta blikið - Þegar allt er að smella Þó svo að ekki hafi kviknað á rómantískum blossum hjá Óla og Erlu eru þau þó orðnir rafrænir vinir á samfélagsmiðlum og segjast þau bæði hafa notið kvöldsins og verið hæst ánægð með félagsskapinn. Ætli fólk geti stundum verið of líkt? Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru þau bæði einhleyp og í leit að ævintýrum. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér. Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Óli Jón og Erla Ruth voru eitt tveggja para sem leidd voru saman á blint stefnumót í raunveruleika- og stefnumótaþættinum Fyrsta blikið síðasta föstudagskvöld. Ásamt því að vera jafn gömul og bæði að norðan þá áttu þau Óli og Erla það einnig sameiginlegt að vera... Höskuldarviðvörun (e. spoiler alert) Fyrir þá sem ætla sér að horfa á þáttinn en hafa enn ekki séð hann þá mælum við sterklega með því að hætta að lesa hér. ...bæði menntaðir leikarar, söngvarar og að sögn aðstandenda miklir tölvunördar. Hversu fullkomið? Í sófaviðtalinu fyrir stefnumótið var Óli Jón meðal annars beðinn um að lýsa því útliti sem hann heillast að en eins og sjá má í klippunni hér fyrir neðan var bróðir hans, Ottó, með smekk bróður síns á konum alveg á hreinu. Klippa: Fyrsta blikið - Rauðhærða ofurhetjan Fyrsta stefnumótið og það fyrir framan myndavélar Óli Jón segist sjálfur litla reynslu hafa af stefnumótaheiminum og var stefnumótið við hana Erlu því fyrsta eiginlega stefnumótið hans, og það í sjónvarpinu. Bravó Óli! Það var því eðlilega smá fiðringur og stress í okkar fólki sem hvarf þó eins og dögg fyrir sólu þegar þau hittust og byrjuðu að tala saman. Stundum á fólk erfitt með að byrja að tala saman og finna umræðuefni svo stundum, bara stundum... gerist þetta. Klippa: Fyrsta blikið - Þegar allt er að smella Þó svo að ekki hafi kviknað á rómantískum blossum hjá Óla og Erlu eru þau þó orðnir rafrænir vinir á samfélagsmiðlum og segjast þau bæði hafa notið kvöldsins og verið hæst ánægð með félagsskapinn. Ætli fólk geti stundum verið of líkt? Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru þau bæði einhleyp og í leit að ævintýrum. Fyrir áhugasama og einlæga Fyrsta bliks aðdáendur er hægt að fylgjast með, og jafnvel sjá skemmtilegt aukaefni, á Instagramsíðu Fyrsta bliksins. Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið eru stefnumóta- og raunveruleikaþættir sem sýndir eru á Stöð 2. Í hverjum þættir eru kynntir til leiks fjórir einstaklingar sem áhorfendur fá að kynnast í gegnum sófaspjall sem og spjall við aðstandendur. Sýnt er frá spennunni fyrir stefnumótið og auðvitað stefnumótinu sjálfu sem gerist á veitingastaðnum Monkeys í miðbæ Reykjavíkur. Þættirnir eru sjö talsins og eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum klukkan 18:55 og koma í kjölfarið á Stöð 2+. Hægt er að kaupa áskrift að Stöð 2+ hér.
Fyrsta blikið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira