Finnur fyrir kláðanum og íhugaði að taka þátt á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 14:31 Usain Bolt hefur skemmt sér ágætlega síðan hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Til að mynda tók hann þátt í fótboltaleik á vegum Unicef. Matt McNulty/Getty Images Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, segir það ekki koma til greina að snúa aftur á hlaupabrautina þó hann finni enn fyrir kláðanum. Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira