Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. september 2021 19:21 Borgarfulltrúar eru áhyggjufullir vegna málsins. Vísir/Vilhelm Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“ Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“
Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15