Stöðug aukning bakverkja, hvað er til ráða Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 10. september 2021 07:00 Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar