Stöðug aukning bakverkja, hvað er til ráða Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 10. september 2021 07:00 Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun