„Ég bý á klósettinu þegar ég er ekki á ketó,“ viðurkenndi Binni í þáttunum. Atriðið fékk mikil viðbrögð þegar þátturinn var sýndur í Bíó Paradís í vikunni, enda er Binni einstaklega einlægur og hreinskilin.
„Ef ég er ekki á ketó þá er ég með nillara og það er ekki í lagi og það er ógeðslega vont.“
Í þriðju seríu af Æði halda þremenningarnir uppi viðteknum hætti þótt margt hafi breyst frá því við sáum þá síðast. Fjölskyldan og heimilið spilar stærri sess í lífi Patta og hann reynir að átta sig á hver hans næstu skref ættu vera í lífinu. Bassi er orðinn frægur rappari og setur tónlistina í fyrsta sætið, en frægðin hefur tekið sinn toll. Binni Glee er enn ketó og gerir aðra atlögu að því að flytja til Reykjavíkur en það reynist honum mikil áskorun.