Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 14:24 Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili verður skorið niður vegna riðu. Vísir/Vilhelm Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“ Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“
Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira