Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2021 13:04 Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, sem er mjög stolt og ánægð með verkefni Marels Magnús Hlynur Hreiðarsson Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt. Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira
Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend
Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira