Umhverfismál eru STÓRA málið Bryndís Haraldsdóttir skrifar 15. september 2021 08:00 Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það að sporna við loftslagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar auðvitað á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftslagsbreytingum því við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. En í ógnunum eins og loftslagsvá felast líka tækifæri og þau þarf að nýta. Orkuskipti okkar stærsta framlag Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ísland verði fyrst allra landa til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Það er ekki bara skynsamlegt út frá umhverfissjónarmiðum en það er líka skynsamlegt út frá efnahag og samkeppnishæfni landsins. Þegar við hættum að flytja inn olíu fyrir 100 milljarða á ári þarf endurnýjanlega orku í staðinn. Raforkuna þarf því að framleiða og í þessu felast mörg tækifæri sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að grípa og móta framtíð þar sem endurnýjanleg orka er nýtt, okkur og umhverfinu til heilla. Stefnt er að því að þingsályktun um orkuskipti verði endurnýjuð næsta vetur. Þar verður vegurinn varðaður fyrir næstu skref og þau þurfa að vera metnaðarfull. Næst á dagskrá er að halda áfram með orkuskipti í bifreiðum og hefja samhliða orkuskipti á hafi fyrir alvöru. Virkjum hugvitið Líklegast eru stærstu tækifærin þó fólgin í hagnýtingu þekkingar og virkjun hugvits. Rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt loftagsmálum og hringrásarhagkerfinu ætti að vera okkar næsta stóriðja. Mikil tækifæri liggja í því að flytja út þekkingu á sviði grænnar orkuvinnslu og græna lausna. Þannig verður bestum árangri náð með góðu samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Með það að leiðarljósi var Grænvangur stofnaður en hann leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hafa skattalegir hvatar verið innleiddir til að ýta undir og hvetja til fjárfestinga í grænum og umhverfisvænum lausnum. Þá hefur endurgreiðsla vegna rannsóknar og þróunar verið fest í sessi og endurgreiðsluhlutfallið hækkað til að hvetja til nýsköpunar. Þær aðgerðir hafa þegar skilað miklum árangri og sjáum við nú að hugverksiðnaðurinn er orðin fjórða stoðin í íslensku efnahagslífi. Þarna liggja tækifærin og þau viljum við Sjálfstæðismenn nýta og virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar