Gætu tekið kannabis af listanum yfir bannefni eftir að Sha'Carri missti af ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2021 11:31 Mörgum þótti ósanngjarnt að Sha'Carri Richardson fengi ekki að keppa á Ólympíuleikunum eftir að kannabis greindist í sýni hennar. getty/Patrick Smith Alþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort það eigi að fjarlægja kannabis af listanum yfir bannefni. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að bandaríski spretthlauparinn Sha'Carri Richardson missti af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að kannabis fannst í sýni hennar eftir úrtökumót fyrir leikana. Sha'Carri hljóp á sjötta besta tíma sögunnar í 100 metra hlaupi, 10,72 sekúndum, á úrtökumótinu. Eftir að Sha'Carri féll á lyfjaprófinu var tími hennar strokaður út, hún fékk mánaðar bann og missti þar af leiðandi af Ólympíuleikunum. Sha'Carri er upprennandi stjarna í frjálsíþróttum og þótti líkleg til afreka í Tókýó en hún þarf að bíða í þrjú ár eftir því að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Bann Sha'Carri þótti umdeilt, það er að hún hafi verið útilokuð frá Ólympíuleikunum vegna efnis sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni. Bandaríska lyfjaeftirlitið og bandaríska frjálsíþróttasambandið sögðust finna til með Sha'Carri en sögðu jafnframt að þau þyrftu að fylgja reglunum. Alþjóðalyfjaeftirlitið ætlar nú að endurskoða reglurnar um kannabis og hvort það eigi að vera áfram á listanum yfir bannefni. Málið verður tekið fyrir á næsta ári. Sha'Carri sagðist hafa reykt kannabis til að hjálpa sér að takast á við dauða móður sinnar. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fór fram viku eftir andlát hennar. Elaine Thompson-Herah frá Jamaíku vann 100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum. Hún hljóp á 10,61 sekúndum sem er Ólympíumet. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Þessar fréttir koma í kjölfar þess að bandaríski spretthlauparinn Sha'Carri Richardson missti af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að kannabis fannst í sýni hennar eftir úrtökumót fyrir leikana. Sha'Carri hljóp á sjötta besta tíma sögunnar í 100 metra hlaupi, 10,72 sekúndum, á úrtökumótinu. Eftir að Sha'Carri féll á lyfjaprófinu var tími hennar strokaður út, hún fékk mánaðar bann og missti þar af leiðandi af Ólympíuleikunum. Sha'Carri er upprennandi stjarna í frjálsíþróttum og þótti líkleg til afreka í Tókýó en hún þarf að bíða í þrjú ár eftir því að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Bann Sha'Carri þótti umdeilt, það er að hún hafi verið útilokuð frá Ólympíuleikunum vegna efnis sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni. Bandaríska lyfjaeftirlitið og bandaríska frjálsíþróttasambandið sögðust finna til með Sha'Carri en sögðu jafnframt að þau þyrftu að fylgja reglunum. Alþjóðalyfjaeftirlitið ætlar nú að endurskoða reglurnar um kannabis og hvort það eigi að vera áfram á listanum yfir bannefni. Málið verður tekið fyrir á næsta ári. Sha'Carri sagðist hafa reykt kannabis til að hjálpa sér að takast á við dauða móður sinnar. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fór fram viku eftir andlát hennar. Elaine Thompson-Herah frá Jamaíku vann 100 metra hlaupið á Ólympíuleikunum. Hún hljóp á 10,61 sekúndum sem er Ólympíumet.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira