Engin annarleg sjónarmið, eingöngu fólk sem starfar af heilindum Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 16. september 2021 10:30 Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun