Fyrrverandi forseti Alsír er allur Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 23:31 Abdelaziz Bouteflika var forseti Alsír í tvo áratugi. AP Photo/Sidali Djarboub Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól. Alsír Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól.
Alsír Andlát Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira