Eldgos hafið á La Palma Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 14:40 Eldgos er hafið á eyjunni La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira
Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021
Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Sjá meira