Nauðsynleg hjálpartæki tekin af lungnasjúklingum sem leggjast inn á stofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2021 20:54 Ferðasúrefnissían sem sést lengst til hægri á myndinni er tekin af lungnasjúklingum þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Heimilin eiga að skaffa sjúklingum ný tæki en það er ekki alltaf gert vegna fjárskorts. Vísir/Egill Nauðsynleg hjálpartæki fyrir lungnasjúklinga eru tekin af þeim þegar þeir leggjast inn á hjúkrunarheimili. Mörgum eru ekki útveguð slík tæki af hjúkrunarheimilum vegna fjárskorts og verða félagslega einangraðir fyrir vikið. Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“ Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Hjálpartækin nefnast ferðasúrefnissíur og reyndust bylting í lífi lungnasjúklinga. Áður þurftu lungnasjúklingar að draga á eftir sér stóra súrefniskúta, sem hamlaði þeim för, en með ferðasúrefnissíunum öðluðust þeir áður óþekkt frelsi. „Þetta er heilsueflandi, að geta farið, geta hreyft sig, geta hitt fólk og geta tekið þátt í lífinu,“ segir Andrjes Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Samtökum lungnasjúklinga. Ferðasúrefnissían vegur aðeins um eitt og hálft kíló en minnstu súrefniskútarnir vega um sex kíló, sem margir ráða ekki við. Ferðasúrefnissían stendur þó ekki öllum lungnasjúklingum til boða. „Þegar fólk leggst inn á stofnanir eins og þessa þarf það að skila af sér súrefnissíunum sínum. Stofnunin á svo að skaffa þeim nýja síu en það gerist ekki í öllum tilfellum vegna fjárskorts.“ Margir sjúklinganna fá súrefni í gegn um stórt tæki, sem er fast inni á herbergi þeirra og er hvergi hægt að færa. „Þar með er fólkið lokað inni í sínu afmarkaða rými og kemst bara fimmtán metra frá sinni stóru stöð,“ segir Andrjes. Sjá einnig: Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur Lungnasjúklingar verði þannig félagslega einangraðir og geti ekki tekið þátt í félagslífi sem boðið er upp á inni á stofnunum. „Í rauninni má segja að þau séu í fangelsi inni í sínu litla herbergi.“ Sumir grípi til þess ráðs að kaupa síurnar sjálfir. „Við höfum heyrt af því að í mörgum tilfellum eru aðstandendur að kaupa þessi tæki, sem eru mjög dýr, kosta hálfa milljón, og sitja svo uppi með þau og geta ekki lossnað við þau þegar ekki er þörf fyrir þau lengur.“ Krafan sé að lungnasjúklingar haldi sínum eigin síum þegar þeir leggist inn á stofnun. „Að það sé ekki þannig að daginn eftir að þú ert lagður inn eða legst inn á stofnun að þá komi handrukkari og hirði af þér síuna.“
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira