Hóta lögsókn vegna einkaréttar á lillabláum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2021 08:20 Mondelez segist eiga einkarétt á lillabláum matvælaumbúðum. Sælgætisrisinn Mondelez hefur hótað fyrirtækinu Nurture Brands lögsókn ef það bregst ekki við og breytir umbúðum ávaxtastykki innan sex mánaða. Forsvarsmenn Mondelez halda því fram að litur umbúðanna brjóti gegn einkarétti fyrirtækisins. Cocoa ávaxtastykkið, sem tilheyrir línunni Primal Pantry, er fallega lillablátt en sama má segja um Milka umbúðir Mondelez og segja talsmenn síðarnefnda fyrirtækisins það „eiga“ litinn. Liturinn er sumsé skráður sem vörumerki hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins. Báðar umbúðir eru sannarlega lillabláar en eigendur Nurture Brands segja litina engu að síður ólíka og raunar töluvert ólíka. Hafna þeir því að þeir séu að ganga á einkarétt Mondelez. Adam Draper, framkvæmdastjóri Nurture Brands, segir umrætt ávaxtastykki hafa verið í framleiðslu frá 2016, þegar margir ólíkir litir voru valdir á umbúðirnar til aðgreiningar. „Við teljum litinn okkar ekki einu sinni á sama rófi,“ segir hann um litinn á Milka umbúðunum. Mondelez hefur ekki rökstutt það með neinu móti að um sé að ræða sama litinn, að sögn Draper. Ef fyrirtækið geti sýnt fram á það sé hann viljugur til samstarfs en hann hyggist ekki endurkalla allar vörur sínar í Evrópu að óbreyttu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mondelez, sem er bandarískt fyrirtæki, freistar þess að slá eign sinni á lit umbúða en árið 2019 tapaði dótturfyrirtæki þess, Cadbury, máli sem sömuleiðis snérist um fjólubláan lit umbúða. Auk Milka og Cadbury á Mondelez einnig vörumerkin Toblerone og Oreo, svo eitthvað sé nefnt. Matvælaframleiðsla Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Cocoa ávaxtastykkið, sem tilheyrir línunni Primal Pantry, er fallega lillablátt en sama má segja um Milka umbúðir Mondelez og segja talsmenn síðarnefnda fyrirtækisins það „eiga“ litinn. Liturinn er sumsé skráður sem vörumerki hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins. Báðar umbúðir eru sannarlega lillabláar en eigendur Nurture Brands segja litina engu að síður ólíka og raunar töluvert ólíka. Hafna þeir því að þeir séu að ganga á einkarétt Mondelez. Adam Draper, framkvæmdastjóri Nurture Brands, segir umrætt ávaxtastykki hafa verið í framleiðslu frá 2016, þegar margir ólíkir litir voru valdir á umbúðirnar til aðgreiningar. „Við teljum litinn okkar ekki einu sinni á sama rófi,“ segir hann um litinn á Milka umbúðunum. Mondelez hefur ekki rökstutt það með neinu móti að um sé að ræða sama litinn, að sögn Draper. Ef fyrirtækið geti sýnt fram á það sé hann viljugur til samstarfs en hann hyggist ekki endurkalla allar vörur sínar í Evrópu að óbreyttu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mondelez, sem er bandarískt fyrirtæki, freistar þess að slá eign sinni á lit umbúða en árið 2019 tapaði dótturfyrirtæki þess, Cadbury, máli sem sömuleiðis snérist um fjólubláan lit umbúða. Auk Milka og Cadbury á Mondelez einnig vörumerkin Toblerone og Oreo, svo eitthvað sé nefnt.
Matvælaframleiðsla Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira