Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 19:55 Aukinn kraftur er í eldgosinu á La Palma. AP Photo/Jonathan Rodriguez Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. Þúsund íbúum bæjanna Tajuya, Tacande de Abajo og Tacande de Arriba var í dag gert að yfirgefa heimili sín vegna aukinnar virkni í eldfjallinu. Frá upphafi eldgossins á sunnudag hafa meira en 350 heimili orðið glóandi hrauninu að bráð. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Nú leggur þyggan reykmökk og ösku frá eldfjallinu sem teygir sig um fjóra kílómetra upp í loftið. Aflýsa þurfti fjölda flugferða í dag til og frá flugvellinum á eyjunni. Enginn hefur farist vegna gossins að því er best er vitað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins muni lýsa yfir neyðarástandi á eyjunni í næstu viku. Þá hafa yfirvöld á Kanaríeyjum þegar kynnt að fólk sem hafi misst heimili sín muni fá fjárhagsaðstoð. Um 80 þúsund manns búa á eyjunni, sem er mikil eldfjallaeyja. Síðast gaus á eyjunni fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1971. Jarðvísindamenn eru óvissir um hvað gosið muni vara lengi en fyrri gos á eyjunni hafa varað á milli 24 og 84 daga. Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21. september 2021 14:30 Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Þúsund íbúum bæjanna Tajuya, Tacande de Abajo og Tacande de Arriba var í dag gert að yfirgefa heimili sín vegna aukinnar virkni í eldfjallinu. Frá upphafi eldgossins á sunnudag hafa meira en 350 heimili orðið glóandi hrauninu að bráð. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Nú leggur þyggan reykmökk og ösku frá eldfjallinu sem teygir sig um fjóra kílómetra upp í loftið. Aflýsa þurfti fjölda flugferða í dag til og frá flugvellinum á eyjunni. Enginn hefur farist vegna gossins að því er best er vitað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins muni lýsa yfir neyðarástandi á eyjunni í næstu viku. Þá hafa yfirvöld á Kanaríeyjum þegar kynnt að fólk sem hafi misst heimili sín muni fá fjárhagsaðstoð. Um 80 þúsund manns búa á eyjunni, sem er mikil eldfjallaeyja. Síðast gaus á eyjunni fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1971. Jarðvísindamenn eru óvissir um hvað gosið muni vara lengi en fyrri gos á eyjunni hafa varað á milli 24 og 84 daga.
Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21. september 2021 14:30 Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21
Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21. september 2021 14:30
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23