Háskaleg ríkisstjórn að fæðast Gunnar Smári Egilsson skrifar 25. september 2021 08:31 Þegar boðað var til kosninga árið 2017 var augljóst af orðum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að þau stefnu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vg. Þá leit út fyrir að flokkarnir gætu myndað tveggja flokka stjórn. Forysta og fylgjendur Vg neituðu þessu staðfastlega og sökuðu þau sem bentu á hið augljósa um óhróður. Í kosningabaráttunni fjaraði undan fylgi Vg, svo á endanum þurftu flokkarnir að taka Framsókn með sem einskonar aukaaðila að ríkisstjórninni. Í aðdraganda yfirstandandi kosninga hefur mátt merkja af ummælum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar að þeir telja sig hafa öll tögl og hagldir í pólitíkinni. Markmið þeirra er að mynda ríkisstjórn eftir kosningar, helst með Viðreisn en annars með Vg eða báðum flokkum ef ekki vill betur. Þetta hefur verið augljóst í umræðuþáttum í aðdraganda kosninganna, sem á köflum hafa ýmist breyst í stjórnarmyndunarviðræður þessara tveggja við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eða þá samstillta vörn þeirra og Katrínar Jakobsdóttur fyrir störf ríkisstjórnarinnar. Aldrei segja þeir styggðaryrði hvor um annan, gera engar athugasemdir við málflutning hins og tala ávallt eins og geirneglt kosningabandalag. Þessir tveir flokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, stóðu fyrir byltingu á árunum 1995 til 2007, byltingu sem flutti völd, fé, eignir og auðlindir almennings til hinna fáu ríku. Á þessum tíma var horfið frá samfélagsuppbyggingu eftirstríðsáranna og nýfrjálshyggja tekin upp. Þetta leiddi til bankahruns og stórkostlegs skaða fyrir allan almenning. Frá hruni hafa þessir flokkar setið í ríkisstjórn saman í tæp átta ár, í stjórnum sem hafa keyrt áfram sömu stefnu, sem hefur það að markmiði að auðga hin ríku enn frekar. Þetta sést í dag á stórkostlegri hækkun fasteigna- og hlutabréfaverðs í miðjum kórónasamdrætti, einkavæðingu banka- og vegakerfis og áframhaldandi skattalækkunum til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Af síðustu þrjátíu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Þar af í 23 ár með Framsóknarflokknum. Þessir flokkar bera alla ábyrgð á þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin og sem veikt hefur samfélagið. Auðmannadekrið hefur ekki skilað auknum almannahag, eins og lofað var. Á þessum þrjátíu árum jókst landsframleiðsla á mann um 51% á meðan hún jókst um 163% þrjátíu árin á undan, en þá voru skattar eðlilegri og hið opinbera öflugt við samfélagsuppbyggingu. Sú stefna sem þessir flokkar hafa rekið síðustu þrjátíu ár er nú dauð, enginn ver hana lengur. Þjóðir heims eru að snúa sér aftur að samfélagsuppbyggingu með afli almannavaldsins, sömu stefnu og byggðu upp þessi lönd á síðustu öld. Það er einn af lærdómum kórónafaraldursins. En þessir flokkar hafa ekkert lært. Þeir boða óbreyttu stefnu áfram næstu fjögur árin. Ef þeim verður að ósk sinni, annað hvort með stuðningi Viðreisnar eða Vg, mun íslenskt samfélag stórskaðast; ójöfnuður mun vaxa, vantraust breiðast út, almenningur mun missa enn frekar völd, eignir og auðlindir til auðvaldsins, hin ríku munu komast upp með skattsvik og aðra spillingu, sægreifarnir munu halda yfirráðum sínum yfir fiskimiðunum og Ísland mun færast nær því að vera verbúð Samherja en lýðveldi þar sem lýðurinn fer með völdin. Vonandi kippa kjósendur fótunum undan ráðagerðum þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þær er kjósa engan af þeim flokkum sem líklegir eru til í að færa þessum flokkum völd yfir framtíð Íslands. Og albesta leiðin er auðvitað að skila rauðu, kjósa Sósíalistaflokkinn, sem vill ganga þveröfuga leið, draga úr auð og valdi auðvaldsins og auka völd og auð almennings. Kosningarnar í dag eru mikilvægar. Það er ekki víst að Ísland þoli fjögur ár í viðbót af nýfrjálshyggjunni. Kjósum því Sósíalistaflokkinn, x-J. Gefum skýr skilaboð um hvert samfélagið á að stefna. Við eigum að stefna fram en ekki aftur til Davíðsáranna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir hann í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þegar boðað var til kosninga árið 2017 var augljóst af orðum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur að þau stefnu á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vg. Þá leit út fyrir að flokkarnir gætu myndað tveggja flokka stjórn. Forysta og fylgjendur Vg neituðu þessu staðfastlega og sökuðu þau sem bentu á hið augljósa um óhróður. Í kosningabaráttunni fjaraði undan fylgi Vg, svo á endanum þurftu flokkarnir að taka Framsókn með sem einskonar aukaaðila að ríkisstjórninni. Í aðdraganda yfirstandandi kosninga hefur mátt merkja af ummælum og líkamstjáningu Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar að þeir telja sig hafa öll tögl og hagldir í pólitíkinni. Markmið þeirra er að mynda ríkisstjórn eftir kosningar, helst með Viðreisn en annars með Vg eða báðum flokkum ef ekki vill betur. Þetta hefur verið augljóst í umræðuþáttum í aðdraganda kosninganna, sem á köflum hafa ýmist breyst í stjórnarmyndunarviðræður þessara tveggja við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur eða þá samstillta vörn þeirra og Katrínar Jakobsdóttur fyrir störf ríkisstjórnarinnar. Aldrei segja þeir styggðaryrði hvor um annan, gera engar athugasemdir við málflutning hins og tala ávallt eins og geirneglt kosningabandalag. Þessir tveir flokkar, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, stóðu fyrir byltingu á árunum 1995 til 2007, byltingu sem flutti völd, fé, eignir og auðlindir almennings til hinna fáu ríku. Á þessum tíma var horfið frá samfélagsuppbyggingu eftirstríðsáranna og nýfrjálshyggja tekin upp. Þetta leiddi til bankahruns og stórkostlegs skaða fyrir allan almenning. Frá hruni hafa þessir flokkar setið í ríkisstjórn saman í tæp átta ár, í stjórnum sem hafa keyrt áfram sömu stefnu, sem hefur það að markmiði að auðga hin ríku enn frekar. Þetta sést í dag á stórkostlegri hækkun fasteigna- og hlutabréfaverðs í miðjum kórónasamdrætti, einkavæðingu banka- og vegakerfis og áframhaldandi skattalækkunum til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Af síðustu þrjátíu árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Þar af í 23 ár með Framsóknarflokknum. Þessir flokkar bera alla ábyrgð á þeirri stefnu sem hér hefur verið rekin og sem veikt hefur samfélagið. Auðmannadekrið hefur ekki skilað auknum almannahag, eins og lofað var. Á þessum þrjátíu árum jókst landsframleiðsla á mann um 51% á meðan hún jókst um 163% þrjátíu árin á undan, en þá voru skattar eðlilegri og hið opinbera öflugt við samfélagsuppbyggingu. Sú stefna sem þessir flokkar hafa rekið síðustu þrjátíu ár er nú dauð, enginn ver hana lengur. Þjóðir heims eru að snúa sér aftur að samfélagsuppbyggingu með afli almannavaldsins, sömu stefnu og byggðu upp þessi lönd á síðustu öld. Það er einn af lærdómum kórónafaraldursins. En þessir flokkar hafa ekkert lært. Þeir boða óbreyttu stefnu áfram næstu fjögur árin. Ef þeim verður að ósk sinni, annað hvort með stuðningi Viðreisnar eða Vg, mun íslenskt samfélag stórskaðast; ójöfnuður mun vaxa, vantraust breiðast út, almenningur mun missa enn frekar völd, eignir og auðlindir til auðvaldsins, hin ríku munu komast upp með skattsvik og aðra spillingu, sægreifarnir munu halda yfirráðum sínum yfir fiskimiðunum og Ísland mun færast nær því að vera verbúð Samherja en lýðveldi þar sem lýðurinn fer með völdin. Vonandi kippa kjósendur fótunum undan ráðagerðum þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Besta leiðin til að koma í veg fyrir þær er kjósa engan af þeim flokkum sem líklegir eru til í að færa þessum flokkum völd yfir framtíð Íslands. Og albesta leiðin er auðvitað að skila rauðu, kjósa Sósíalistaflokkinn, sem vill ganga þveröfuga leið, draga úr auð og valdi auðvaldsins og auka völd og auð almennings. Kosningarnar í dag eru mikilvægar. Það er ekki víst að Ísland þoli fjögur ár í viðbót af nýfrjálshyggjunni. Kjósum því Sósíalistaflokkinn, x-J. Gefum skýr skilaboð um hvert samfélagið á að stefna. Við eigum að stefna fram en ekki aftur til Davíðsáranna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir hann í Reykjavíkurkjördæmi norður
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun